Mánudagur 23.12.2013 - 08:25 - Ummæli ()

Huldufólkið, lundinn og þjóðarímyndin

Ég verð að segja eins og er að ég hef aldrei hitt Íslending sem trúir á tilveru álfa eða huldufólks – eða hefur nokkurn áhuga á slíkum verum.

En ég er kannski ekki í réttu kreðsunum.

Kannski er huldufólk gott fyrir ferðamannaiðnaðinn – það er eiginlega búið að þröngva upp á okkur þeirri ímynd að við séum þjóð sem er í nánu sambandi við alls kyns dulmögn.

Því er meira að segja haldið fram í þessari frétt frá Associated Press að baráttan gegn eyðileggingu Gálgahrauns snúist um að vernda álfabyggðir.

Var það þess vegna að lögreglan handtók Ómar Ragnarsson – að hann er álfatrúar?

Það er fleira sem er tengt þjóðarímynd okkar sem kemur frá útlöndum fremur en að heiman. Guðmundur Andri Thorsson benti til dæmis á að lundinn væri að verða þjóðarfugl Íslendinga fremur en lóan. Lóan hefur um langt árabil sagt okkur að „vaka og vinna“ en nú er það lundinn sem vakir í ótal minjagripaverslunum.

Útlendingum finnst lundi merkilegur í sjón með sinn stóra gogg, en á árum áður var hann ekki í sérstökum hávegum á Íslandi þótt hann væri hér í milljónatali. Nú en hann að miklu leyti horfinn af varpsvæðum á Suður- og Vesturlandi, á sama tíma og hann hefur öðlast ofurvinsældir.

e852025638-380x230_o

Snerist baráttan fyrir verndun Gálgahrauns þá um álfa og huldufólk, eins og Associated Press segir?

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is