Föstudagur 28.02.2014 - 23:19 - Ummæli ()

Er hægt að lifa einungis af frönskum vörum – hvað þá með íslenskar?

Franskur blaðamaður, Benjamin Carle að nafni, hefur nýlega lokið nokkuð skemmtilegri tilraun. Carle ákvað að hlíta kalli stjórnmálamanna um þjóðleg innkaup og nota eingöngu franskar vörur. Hann vildi athuga hvort þetta væri hægt. Carle býr í París og skammtaði sér 1800 evrur á mánuði. Þegar hann byrjaði komst hann að því að einungis 4,5 prósent […]

Föstudagur 28.02.2014 - 17:31 - Ummæli ()

Hvað amar að lýðræðinu?

The Economist birtir stórmerka ritgerð um lýðræðið og vanda þess undir yfirskriftinni Hvað amar að lýðræðinu? Hér er farið á hundavaði yfir nokkur atriði sem koma fram í greininni. Lýðræði var sigursælt á síðari helmingi 20. aldar, en ratar nú víða í ógöngur. Eitt sinn var það lýðræði sem tryggði mestar efnahagsframfarir, en önnur samfélagsgerð […]

Föstudagur 28.02.2014 - 12:06 - Ummæli ()

Um ráðgefandi og bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur

Sigrún Magnúsdóttir segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna við Evrópusambandið yrði bara „ráðgefandi“. Þetta er rétt svo langt sem það nær, en í leiðinni nokkuð villandi. Einu þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi sem eru ekki ráðgefandi eru þær sem eru boðaðar vegna þess að forseti Íslands synjar lögum staðfestingar. Þannig var um Icesave atkvæðagreiðslurnar tvær og atkvæðagreiðsluna […]

Föstudagur 28.02.2014 - 08:08 - Ummæli ()

Þarf ríkisstjórnin að leita sátta?

Ég verð að viðurkenna að ég mislas stöðuna, hélt að pólitískt sinnuleysi Íslendinga væri meira en það er. Því vissulega hefur sinnuleysið unnið verulega – þegar eftirhrunsþreytan fór að gera vart við sig fór maður að hafa talsverðar áhyggjur af skapsveiflum þessarar litlu þjóðar. Ég hélt að ríkisstjórnin myndi sleppa nokkuð auðveldlega frá því að […]

Fimmtudagur 27.02.2014 - 21:25 - Ummæli ()

Von blásið í brjóst ungs fólks – með Áburðarverksmiðju

Áburðarverksmiðjan í Gufunesi var reist 1954, fyrir Marshall-fé, og blés sem kunnugt er heilli kynslóð ungs fólks von í brjóst. Það fólk er margt orðið háaldrað og nú er kominn tími til að taka aftur upp þráðinn, 60 árum síðar, og hefja sókn í atvinnumálum. Reisa nýja áburðarverksmiðju til að blása ungu fólki von í […]

Fimmtudagur 27.02.2014 - 12:33 - Ummæli ()

Vandinn við þrotabúin og gjaldeyrishöftin – og tækifærin til að auðgast

Afnám gjaldeyrishafta og uppgjör þrotabúa gömlu bankanna eru eitt stærsta viðfangsefni stjórnmálanna í dag – nú í skugga deilnanna um Evrópusambandið. Þarna er ekki einungis um það að tefla að losna undan oki kröfuhafa bankanna, heldur er líka spurning hvað verður gert við eigurnar sem eru í þrotabúunum, hvernig þeim verður ráðstafað. Þar eru gríðarlegir […]

Fimmtudagur 27.02.2014 - 00:21 - Ummæli ()

Sjálfstæðisflokkurinn kemur sér í óþægilega stöðu

Líklega hefur komið flatt upp á forystu Sjálfstæðisflokksins hversu hörð andstaðan við að draga til baka ESB umsóknina hefur reynst vera. Kannski hafa Bjarni og Illugi bara rýnt í skoðanakannanir þar sem mátti lesa að í röðum stuðningsmanna flokksins væru fáir sem beinlínis vildu aðild? En þá er þess að gæta að stór hluti Sjálfstæðismanna […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is