Mánudagur 31.03.2014 - 21:14 - Ummæli ()

Spilavíti – helvíti

Lesandi síðunnar benti á hversu snjallt orðið spilavíti væri. Þetta segir eiginlega allt. Minnir helst á helvíti. Það var glöggur maður sem bjó til þetta orð. Það er verulega gildishlaðið, eins og kallast í dag. Annað gott orð er vínstúka. Það er íslenskt orð yfir bar, heyrist núorðið alltof sjaldan. Lesandinn telur að Halldór Halldórsson […]

Mánudagur 31.03.2014 - 08:30 - Ummæli ()

Á að leyfa fjárhættuspil í meira mæli en nú er?

Það er alveg rétt að mikill tvískinnungur ríkir gagnvart fjárhættuspili á Íslandi. Það eru rekin spilavíti sem heita Gullnáman og þar fara í gegn býsna stórar fjárhæðir. En þetta er í þágu Háskólans – og það má. Heldur eru staðirnir þar sem þessi starfsemi er stunduð ótútlegir. Fjárhættuspil er stundað í spilaklúbbum út um borg […]

Sunnudagur 30.03.2014 - 20:37 - Ummæli ()

Skammvinn frægð og lítil hamingja

Nú skilst mér að sé í sjónvarpi úrslitakeppni í því sem kallast Ísland got talent. Það er sjálfsagt skemmtilegt að fylgjast með þessu, en einhvers staðar hljóta að blikka viðvörunarljós og ekki bara vegna heitisins á þáttaröðinni. Því fjölmiðlar eru fullir af viðtölum við fólk sem hefur farið í svona keppnir, sigrað, en lent í […]

Sunnudagur 30.03.2014 - 17:51 - Ummæli ()

Lífeyrissjóðakerfi á brauðfótum

Stundum þarf ekki langt mál til að segja hlutina. Benedikt Sigurðarson á bregður upp þessari sterku mynd af stöðu íslenska lífeyrissjóðakerfisins í viðtali sem birtist í Akureyri vikublaði. Lífeyrissjóðakerfi landsmanna stendur að mínu mati á algerum brauðfótum, er orðið alltof stórt til að hægt sé að ávaxta það og er alltof fyrirferðarmikið, áhættusækið og ólýðræðislegt […]

Sunnudagur 30.03.2014 - 10:03 - Ummæli ()

Klofnar Sjálfstæðisflokkurinn í alvörunni?

Menn velta fyrir sér hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé að klofna í íhaldsaman, þjóðlegan arm og frjálslyndan og alþjóðasinnaðan arm. Sjálfstæðisflokkurinn er reyndar ótrúlegt fyrirbæri. Flokkur sem nær yfir allan hægri væng stjórnmálanna, alls konar hagsmuni og hugmyndir. Eitt sinn var sagt að málamiðlanirnar í íslensku samfélagi væru gerðar á landsfundum Sjálfstæðisflokksins. Það hefur áður verið klofningur […]

Laugardagur 29.03.2014 - 02:29 - Ummæli ()

Skrítinn hrærigrautur

Kvikmyndin Noah er furðuleg samsuða og eiginlega hálf afkáraleg. Þetta er ekki einu sinni Biblíusagan – fremur eins og hrærigrautur af sögunni um syndaflóðið, nýaldarspeki, þyngslalegri umhverfishyggju og skvettu af Hollywood hamfaramyndum eins og Transformers eða Pacific Rim. Því er líkast að mannkyninu sem þarna er á braut tortímingar sé refsað fyrir það í syndaflóðinu […]

Föstudagur 28.03.2014 - 19:51 - Ummæli ()

Ekki nýtt að norrænir kratar séu Natósinnar – þeir voru stofnfélagar

Hrannar Björn Arnarson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur í forsætisráðherratíð hennar, varpar eftirfarandi spurningu fram hér á Eyjunni: Friðarhöfðinginn Jens Stoltenberg að verða framkvæmdastjóri NATO – Er það ekki rétti tíminn til að grafa „Ísland úr NATO“ borðana og þar með ryðja síðustu málefnalegu hindruninni úr vegi sameiningar VG og SF? Það finnst mér! Þetta gefur tilefni […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is