Miðvikudagur 30.04.2014 - 20:43 - Ummæli ()

Hljómplötuspjall – en þó aðallega um hönnun umslaga

Einhver skemmtilegasta búð á Íslandi er Lucky Records sem Ingvar Geirsson rekur við Hlemmtorg – búðin var áður á Hverfisgötu en er þarna komin í stærra og betra húsnæði. Þarna er hægt að týna sér innan um gamlar hljómplötur og muni. Aðaláherslan er á að selja vínýlplötur – en ýmislegt annað er að finna í […]

Miðvikudagur 30.04.2014 - 10:33 - Ummæli ()

Einsleitni eða fjölbreytni?

Er vit í þeirri hugmynd landbúnaðarráðherra að fækka sláturhúsum á Íslandi niður í tvö? Þannig að væntanlega yrði eitt norðanlands og eitt sunnanlands? Einhvern veginn finnst manni stangast á við hugmyndir sem nú eru uppi í matvælaframleiðslu og birtast í „beint frá býli“ og „slow food“ – þar sem er lögð áhersla á að stytta […]

Miðvikudagur 30.04.2014 - 06:05 - Ummæli ()

Framsókn – og flugvallarvinir?

Maður sér ekki betur en að Framsókn sé að fara fram í Reykjavík með „flugvallarvinum“. Mun það þá vera yfirskrift framboðsins – Framsókn og flugvallarvinir? Segjast verður eins og er að pínu er það ankanalegt að næst stærsti stjórnmálaflokkurinn á landsvísu (samkvæmt síðustu alþingiskosningum) skuli bjóða fram með einsmálsfólki. Það lyktar dálítið af örvæntingu – […]

Þriðjudagur 29.04.2014 - 15:26 - Ummæli ()

Raunsætt mat

Einn okkar helsti sérfræðingur í utanríkismálum, Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra, skrifar grein um stöðuna í alþjóðamálum í Fréttablaðið í dag. Einar tekur mið af síðustu atburðum í Úkraínu og segir að vonandi beri aðgerðir til að hefta framrás Rússa árangur, en hvorki Evrópuríki né Bandaríkin séu tilbúin að fara í stríð vegna Úkraínu: En það […]

Mánudagur 28.04.2014 - 18:36 - Ummæli ()

Game of Thrones – frábært sjónvarp

Ég hef kolfallið fyrir sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Kveikti ekkert sérstaklega á þeim í fyrstu, en hef nú horft á alla sem hafa verið sýndir. Bíð eftir þætti sem verður í kvöld. Þetta er frábært ævintýri, riddurum, skuggalegum köstulum, grimmum konungum, launráðum, svikum, morðingjum, nornum, drekum og afturgöngum – jú, það vantar heldur ekki ástir […]

Mánudagur 28.04.2014 - 12:36 - Ummæli ()

Kápurnar á Alistair MacLean

Ég fór í gær á bókamarkað sem Ari Gísli Bragason og Bókin halda í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll (Nasa). Þarna er hægt að gera reyfarakaup – markaðurinn er opinn um helgar. Ég keypti tvær bækur sem Helgafell gaf út á sínum tíma. Birting eftir Voltaire í þýðingu Halldórs Laxness og Mikkjál frá Kolbeinsbrú í þýðingu […]

Mánudagur 28.04.2014 - 11:05 - Ummæli ()

Karla- og kvennakvöld undir smásjánni

Ég hef gert nokkrar tilraunir á ævinni til að halda ræður á árshátíðum eða  karlakvöldum. Í öllum tilvikum hefur það mistekist hrapallega. Kannski er ég ekki nógu skemmtilegur – en svo kann skýringin líka að vera sú að ég kann ekki að segja dónabrandara. Ég er frekar teprulegur. Það er mjög sterk krafa um það […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is