Laugardagur 31.05.2014 - 16:40 - Ummæli ()

Vandinn við að gera góða skopmynd

Eftir nokkuð langa starfsævi á fjölmiðlum þykist ég vita hversu góðir skopmyndateiknarar eru fágætir. Hér voru uppi nokkrir góðir skopmyndateiknarar á tíma Spegilsins gamla, Tryggvi Magnússon var þeirra frægastur – myndir þeirra þykja nokkuð fornfálegar núorðið. Sigmund sem teiknaði um árabil í Moggann hafði ákveðna sérstöðu, þó ekki nema vegna þess að alþjóð sá myndirnar […]

Laugardagur 31.05.2014 - 13:09 - Ummæli ()

Borgir sem breyta um svip

Það komst einver einkennilegur kvittur á kreik um að stæði til að þengja Gullinbrú í Grafarvogi, þá miklu samgönguæð. Eftir því sem næst verður komist á þetta ekki við nein rök að styðjast. Það er hjólastígur undir Gullinbrú. Best væri auðvitað að koma á betri vegtengingum milli Grafarvogs og bæjarins. Sundabraut myndi gera það. En […]

Laugardagur 31.05.2014 - 08:23 - Ummæli ()

Kjördagur

Þetta var toppurinn á kosningaumræðum gærkvöldsins. Hvað er grínframboð? Ég held reyndar að flestir sem horfa á svona umræður séu búnir að gera upp hug sinn. En á kjördegi er of seint að vera með bollaleggingar og misgáfulegar stjórnmálaskýringar. Það gæti allt virkað eins og vitleysa í kvöld. Því er bara eitt að segja. Mætið […]

Föstudagur 30.05.2014 - 15:35 - Ummæli ()

Aldrei lengra en tvennum kosningum frá fasisma

Greinin sem Pawel Bartoszek birti í Fréttablaðinu í dag nær því að vera instant klassík. Þetta eru einhver flottustu pólitísku skrif sem hafa sést á Íslandi. Pawel hefur þann merkilega bakgrunn að hafa alist upp í Póllandi á tíma kommúnisma og herstjórnar. Það var Jaruselski hershöfðingi sem ríkti í æsku hans. Hann hefur sýn á […]

Föstudagur 30.05.2014 - 12:12 - Ummæli ()

Útspil Framsóknar skapar gjá innan Sjálfstæðisflokksins

Moskuútspil Framsóknarflokksins er að hafa ýmisleg áhrif. Vera má að hér séu pólitísk stórtíðindi. Það er ekki síst merkilegt að sjá hvernig spilast úr þessu innan Sjálfstæðisflokksins. Sá flokkur virkar ósamstæðari með hverjum deginum sem líður. Pawel Bartozsek skrifar magnaða grein í Fréttablaðið í morgun. Hún nefnist Fallið á gæskuprófinu: Það kosningaloforð að fólk ætti […]

Fimmtudagur 29.05.2014 - 22:57 - Ummæli ()

Fallegar hliðar á Reykjavík

Ég hef farið víða um borgina síðustu daga og séð margt fallegt og skemmtilegt, sumt hafði ég ekki séð áður eða ekki fattað. Aðalbyggingu Háskólans sem er merkileg blanda af íslenskum bergtegundum að innan sem utan, Seljahverfið sem var að hluta til skipulagt eins og gamli bærinn, meira að segja með listamannahúsum. Fossvogshverfið sem stallast […]

Fimmtudagur 29.05.2014 - 13:12 - Ummæli ()

Allt bendir til þess að Björt framtíð verði sigurvegari kosninganna

Í frétt á Eyjunni þar sem lagt er út af skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í morgun segir að Björt framtíð bíði afhroð í Reykjavík. Ekki er svo víst að þetta sé rétt. Björt framtíð er ekki Besti flokkurinn – heldur stjórnmálaflokkur sem hefur fulltrúa á Alþingi og býður fram út um allt land. Besti […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is