Mánudagur 30.06.2014 - 08:05 - Ummæli ()

Dýfingar Robbens – Alsír á harma að hefna

Arjen Robben svindlaði í leiknum gegn Mexíkó í gær. Hann lét sig detta með tilþrifum inni í teig og fékk vítaspyrnu. Var reyndar búinn að reyna það tvisvar áður, fleygði sér niður rétt utan teigs, uppgötvaði að hann væri ekki á réttum stað, og fleygði sér þá aðeins lengra. Það var dálítið spaugilegt að sjá. […]

Mánudagur 30.06.2014 - 07:07 - Ummæli ()

Köngurlóin ógurlega

Hér kemur mynd númer tvö í flokknum ógurlegar köngurlær. Hér er fyrri myndin. Skilaboðin eru: Verið heima á hinu pöddufría Íslandi. Ekki fara til landa þar sem eru svona kvikindi. Samt væri gaman að vita tegundarheiti þessa litríka dýrs. Köngurlóin er enn á sínum stað, bak við skólann hérna.  

Sunnudagur 29.06.2014 - 09:45 - Ummæli ()

Um meinta óbeit á öllu sem stenst tímans tönn

Ég lenti í nokkrum umræðum á Facebook í gær vegna ummæla Guðbergs Bergssonar í Fréttablaðsviðtali. Hann talaði um íslenska menningu, sagði að hún væri sérlega „grunn“ og að Íslendingar hefðu „óbeit á öllu sem stenst tímans tönn“. Nú er sennilegt að Guðbergur – okkar helsti núlifandi rithöfundur – sé að ögra. Það gerir hann oft. […]

Föstudagur 27.06.2014 - 22:42 - Ummæli ()

100 ár frá morðinu í Sarajevo

Það eru kannski ekki margir sem þekkja nafnið Gavrilo Princip – en nú eru liðin nákvæmlega hundrað ár frá því að hann framdi voðaverk sem hafði heimssögulegar afleiðingar. Morðið á Franz Ferdinand, erkihertoga og ríkisarfa Austurríkis-Ungverjalands, í Sarajevo – það var 28. júní 1914. Fyrri heimstyrjöldin á auðvitað ýmsar skýringar og ekki allar einfaldar, eins […]

Föstudagur 27.06.2014 - 13:26 - Ummæli ()

Tass, Novosti – og Xinhua

Á tíma kalda stríðsins voru Sovétríkin með fréttamenn á Íslandi. Eða kannski er ekki rétt að nota þetta heiti, því þetta voru starfsmenn frétta/áróðursskrifstofa sem hétu Tass og Novosti. Eftir að kalda stríðinu lauk var þessu snimendis hætt, enda vandséð að það hafi haft nokkurn tilgang nema sem liður í einhverjum heimsveldisórum. Þeir sem hafa […]

Föstudagur 27.06.2014 - 08:39 - Ummæli ()

Sendiherrafrúin sem lék í stuðmannamynd og vingaðist við Þjóðviljaritstjóra

Pamela Sanders Brement er látin, 79 ára að aldri. Pamela var eiginkona Marshalls Brement sem var sendiherra á Íslandi 1981-1985  Marshall andaðist 2009. Fáir sendimenn á Íslandi hafa notið viðlíka frægðar og þau hjón. Þetta var á tíma glanstímaritanna – sem voru nýung á Íslandi og Brement-hjónin birtust oft á síðum þeirra. Þau voru glæsileg, […]

Fimmtudagur 26.06.2014 - 18:01 - Ummæli ()

Týpur í athugasemdakerfum

Danski bloggarinn Mads Holger greinir týpurnar í athugasemdum vefmiðla í bloggfærslu hjá Berlingske. Þarna eru Einsmálsmaðurinn, Flokksdindillinn, Meðhlauparinn, Mannætan, Samsæriskenningasmiðurinn, Eltihrellirinn (sem Holger kennir við Simon Wiesenthal), Villuleitandinn, Fávitinn, Hinn frelsaði og Mannhatarinn. Margt af þessu kannast ég við eftir að hafa skrifað á netið í næstum fimmtán ár. Einsmálsmaðurinn fer alltaf að tala um […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is