Sunnudagur 31.08.2014 - 11:59 - Ummæli ()

Sjoppukallarnir og Helgarpósturinn – hver vill taka við af Reyni?

Þegar ég var ungur blaðamaður vann ég á Helgarpóstinum. Núorðið er ljómi yfir nafni þess blaðs – og það er ekki skrítið. Þarna voru fetaðar nýjar slóðir í íslenskri blaðamennsku á tíma þegar öll blöðin voru undir hæl stjórnmálaflokka. Þarna var stunduð rannsóknarblaðamennska, flett ofan af spillingu, efnistökin voru fersk, í blaðið skrifuðu margir frábærir […]

Laugardagur 30.08.2014 - 16:11 - Ummæli ()

Léleg lestrarkunnátta – hvað er til ráða?

Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að birta í heild sinni grein eftir Sölva Sveinsson, skólamann og fræðimann, sem er prentuð í Morgunblaðinu í dag. Sölvi var gestur hjá mér í Viðtalinu á RÚV í vetur, en í þessari grein fjallar hann um lélega lestrarkunnáttu og orsakir þess að henni hrakar: PISA-rannsóknin tekur til […]

Laugardagur 30.08.2014 - 11:06 - Ummæli ()

Hvimleiðir boðsmiðar

Ég hef þekkt fólk sem leggur ofboðslega mikið á sig fyrir boðsmiða. Finnst jafnvel hálfgerð óvirðing að þurfa að borga sig inn á viðburði. Ég man eftir fólki sem mætir jafnvel þótt það sé án boðsmiða og ætlast til þess að fá inngöngu – í krafti einhverrar frægðar, raunverulegrar eða ímyndaðar. Boðsmiðar geta semsagt hálfpartinn […]

Föstudagur 29.08.2014 - 21:56 - Ummæli ()

Bardagafúsir Vestfirðingar

Það hefur lengi verið haft á orði að Vestfirðingar séu miklir deilumenn. Eitt sinn var ég staddur í Borgarfirði, þaðan sem ég er sprottinn í tvær ættir, og ræddi við konu sem þangað hafði flutt af Vestfjörðum. Hún sagði að sér leiddist dálítið í Borgarfirði, fólk þar væri værukært og átakafælið. Öðru gegndi um Vestfirðinga. […]

Föstudagur 29.08.2014 - 15:28 - Ummæli ()

Vesturfarar, 2. þáttur

Vesturfarar, 2. þáttur, verða á dagskrá RÚV á sunnudagskvöldið. Í þessum þætti erum við komin til Vesturheims. Við byrjum ferð okkar í Gimli, í höfuðstað Nýja Íslands. Kynnumst sögus staðarins, fólkinu sem þangað flutti – og staðnum eins og hann er í nútímanum. Meðal viðmælenda er Óli Narfason, bóndi á Víðivöllum. Hann er með skemmtilegustu […]

Föstudagur 29.08.2014 - 11:24 - Ummæli ()

Um borð í Nærabergi – skammist ykkar Íslendingar

Sjá hér á færeysku vefsíðunni Aktuelt. Þessi kveðja er frá Egil Petersen sem er á skipinu Nærabergi sem fær ekki þjónustu á Íslandi: Umborð á Nærabergi: Skammið tykkum Ísland! Hetta er brøðurnir Ísland at nokta einum føroyskum fiskiskipi, sum hevur maskinskaða at koma inn at fáa umvælt skaðan, og verða tískil noyddir at seta kósina […]

Föstudagur 29.08.2014 - 07:55 - Ummæli ()

Túristagos

Það best að fullyrða ekki mikið, en svo virðist að gosið sem er hafið norðan Dyngjujökuls sé það sem hefur stundum verið kallað „túristagos“. Það er lítið öskufall, hraun rennur í óbyggðir, þetta er ekki undir jökli svo ekki er hætta á flóðum. Það verður fjallað um þetta á mjög lærðan hátt í fjölmiðlum næstu […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is