Laugardagur 23.08.2014 - 10:55 - Ummæli ()

Glæsilegt hjá Sinfó

Það er stór atburður að íslensk sinfóníuhljómsveit skuli spila á Proms í London og vera ákaft fagnað.

Proms er hugsanlega stærsta klassíska tónlistarhátíð heims og hún fer fram í stórum sal í hinu sögufræga húsi, Royal Albert Hall. Gestirnir eru upp til hópa fólk sem er vel að sér um tónlist.

Sjálfur hef ég séð risa á tónlistarsviðinu á Proms: Berlínarfílharmóníuna, Bostonsinfóníuna.

Einhvern veginn hefur manni þótt ólíklegt að íslensk hljómsveit gæti komist á þenna pall, en hún gerði það og leysti verkið með miklum sóma.

Í þessu sambandi er rétt að minna á grundvöll hins blómlega tónlistarlífs á Íslandi. Það eru tónlistarskólar sem starfa um allt land – þetta er kerfi sem er til fyrirmyndar. Það er algengt að fjölskyldur sem eru flytja búferlum á Íslandi hugi að því hvort sé tónlistarskóli í plássinu þangað sem þær hyggjast fara. Þannig er tónlist lífsgæði á Íslandi.

Við höfum líka eignast tónlistarhús sem er á heimsmælikvarða og það er að nýtast okkur afskaplega vel. Um helgina er að spila þar ein stærsta hljómsveit Norður-Ameríku, Torontosinfónían, og svo hefst tónleikaár Sinfóníuhljómsveitar Íslands 4. september. Hér má sjá dagskrána – það er sniðugt að kaupa kort á fleiri en eina tónleika.

760431

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is