Föstudagur 31.10.2014 - 18:24 - Ummæli ()

Shiskín um Pútín í Kiljunni – harðort viðtal

Hér er viðtal við rússneska rithöfundinn Mikhail Shiskín sem birtist í Kiljunni á miðvikudag. Shiskín er einn frægasti rithöfundur Rússlands og hefur hlotið öll helstu bókmenntaverðlaun sem þar eru í boði. Hann er höfundur bókar sem nefnist bréfabók og er nýkomin út á íslensku. Fremst í viðtalinu ræðum við um bókina, en megnið af viðtalinu […]

Föstudagur 31.10.2014 - 12:13 - Ummæli ()

Dagur ljóðsins – og afmæli Einars Ben

Í dag eru liðin 150 frá fæðingu skáldsins og athafnamannsins Einars Benediktssonar. Einar var mjög stór persóna í hugum Íslendinga lengi eftir andlát sitt – hann reis hátt en dó snauður og afskiptur – öll sú saga er mjög ævintýraleg. Ævisaga Einars eftir Guðjón Friðriksson er mjög vinsæl bók. Sem skáld stendur Einar aðeins veikar. […]

Föstudagur 31.10.2014 - 10:11 - Ummæli ()

Hervæðing lögreglunnar

Eitt má ekki gleymast í sambandi við vopnavæðingu lögreglunnar á Íslandi. Eftir 11/9 urðu Vesturlönd full af óöryggi og það hefur beinlínis verið gert út á þetta óöryggi. Heimurinn er ekki hættulegri en hann var, nei, hann er líklega öruggari fyrir flesta íbúa Vesturlanda, sem njóta ferðafrelsis og áður óheyrðs langlífis. En tilfinningin er að […]

Föstudagur 31.10.2014 - 01:16 - Ummæli ()

Gleymdist Ísland?

Frá því er skýrt í Haaretz, besta dagblaði í Ísrael, að Svíar séu fyrsta Evrópuþjóðin til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Ísraelsmenn eru stórmóðgaðir, og segir öfgamaðurinn Avigdor Liberman, utanríkisráðherra Ísraels, að utanríkispólitík sé flóknari en að skrúfa saman Ikea-húsgögn. Þetta er svosem nokkuð fyndið hjá honum, en líklega ekki rétt. En auðvitað er farið rangt […]

Fimmtudagur 30.10.2014 - 19:52 - Ummæli ()

Hvort á það að vera?

Að fara byggja hér nýjan steinsteypukubb upp á 60-80 milljarða á meðan starfsfólk er að ganga út af Landspítalanum – það er ekki nokkuð einasta vit í því. Við Framsóknarmenn höfum talað skýrt; þjóðin hefur ekki efni á nýjum spítala í dag, það eru alveg hreinar línur. – Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, […]

Fimmtudagur 30.10.2014 - 15:06 - Ummæli ()

Lífskjarabylting – með eða án sæstrengs?

Afar margir hafa deilt á Facebook viðtali við Jón Steinsson hagfræðing sem flutt var á Rás 2 í gær. Þar sagði Jón að tækifæri væru til að stórbæta lífskjör á Íslandi. Jón nefndi tvennt í þessu sambandi: Uppboð á aflaheimildum sem gæti skilað 10 til 30 milljörðum króna í ríkiskassann árlega. Og sæstreng til Bretlands […]

Fimmtudagur 30.10.2014 - 12:03 - Ummæli ()

Tyrkjaránið, taka tvö

Skip með fullfermi af öfgasinnuðum múslimum – á Miðbakka Reykjavíkur?

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is