Sunnudagur 30.11.2014 - 22:12 - Ummæli ()

Nei, ekki meira af þessu

Lítil þátttaka svokallaðrar þúsaldarkynslóðar í kosningum í Bandaríkjunum vekur athygli. Einungis 12 prósent Bandaríkjamanna undir þrítugu kusu í þingkosningunum í nóvember. Þetta er ekki bara vegna þess að áhuginn á stjórnmálaum sé lítill sem enginn – það er auðvitað meginskýringin – heldur er hitt líka staðreynd að þetta unga finnur enga samkennd með hefðbundnum stjórnmálaflokkum. […]

Laugardagur 29.11.2014 - 23:23 - Ummæli ()

Brosandi lögreglumaður tjáir sig

Lögreglumaðurinn brosandi, Birgir Örn Guðjónsson, skrifar grein sem virðist hafa vakið nokkra athygli. Ekki er það þó vegna frumlegrar hugsunar eða efnistaka – nema síður sé. Það sem Birgir er að amast við er svonefnd „pólitísk rétthugsun“. Maður hefur reyndar lesið milljón greinar þar sem hún er rædd og þessi er ekki sú skarpasta. Hins […]

Laugardagur 29.11.2014 - 16:24 - Ummæli ()

Getraun

Hér er lítil getraun. Það eru engin verðlaun. En spurningin er – skilur einhver hvað bankastjóri Landsbankans er að fara í þessum svörum sínum vegna sölunnar á Borgun til útvaldra aðila?  

Laugardagur 29.11.2014 - 12:44 - Ummæli ()

Kolbrún fer á kostum

Hér er pistill sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudag. Þarna fer vinkona mín Kolbrún Bergþórsdóttir á kostum, hún er að fjalla um viðhorf stjórnmálamanna til valdanna sem þeim eru fengin.

Föstudagur 28.11.2014 - 16:43 - Ummæli ()

Spiegel: Kort um uppruna ISIS

Der Spiegel birtir þetta kort þar sem koma fram tölur um fjölda þeirra sem hafa farið til að berjast með ISIS samtökunum í Írak og Sýrlandi. Þetta er býsna skuggalegt. ISIS eru fasísk stjórnmálasamtök sem byggja á draumum um tortímingu og kúgun. Þetta er einhver viðurstyggilegasta óværa sem hefur sést í heimspólitíkinni í langan tíma. […]

Föstudagur 28.11.2014 - 13:17 - Ummæli ()

Hefðbundnir stjórnmálaflokkar í kreppu

Stjórnmálaflokkarnir íslensku hafa verið í sjálfheldu allt frá hruni, segir Styrmir Gunnarsson í pistli á heimasíðu sinni. Það er margt til í þessu hjá morgunblaðsritstjóranum fyrrverandi, hann nefnir að Sjálfstæðisflokkurinn sé fastur í 25-30 prósenta fylgi, Framsókn tapi líka fylgi,en stjórnarandstaðan sæki samt ekki á. En eins og Styrmir nefnir er þetta alþjóðlegt fyrirbæri. Staðreyndin […]

Föstudagur 28.11.2014 - 10:15 - Ummæli ()

Verðmætar innréttingar

Fatabúðin var verslun sem rakti sögu sína til 1916. Seldi sængurföt og slíkt – það er einhver mesti lúxus sem hægt er að hugsa sér að leggjast til svefns í brakandi hreinum sængurfötum úr góðu efni. Fyrir stuttu hætti verslunin, en hún var til húsa í stóru fallegu húsi sem er á gatnamótum Skólavörðustígs, Klapparstígs […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is