Fimmtudagur 06.11.2014 - 11:38 - Ummæli ()

Bull um eldgos á Íslandi

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Lisa Murkowski er ein aðalsprautan bak við Arctic Circle ráðstefnuna sem farið er að halda árlega á Íslandi.

Murkowski er frá Alaska og hún er það sem kallast big oil, gætir hagsmuna olíurisa. En hún er líka nýr formaður orkumálanefndar Bandaríkjaþings.

Murkowski flutti ræðu við setningu Arctic Circle í Hörpu fyrir nokkrum dögum.

Svo fór hún til síns heima, fagnaði sigri Repúblikana í þingkosningum, hélt ræðu við það tilefni og sagði að eldgosið í Holuhrauni á Íslandi mengaði meira en allir bílar og verksmiðjur Evrópu næstu þúsund árin.

Ekki er vitað nákvæmlega hvaðan konan hefur þetta rakalausa bull, en líklega hefur hún heyrt það á Íslandi. Vanþekkingin er æpandi fyrir manneskju í svo hárri stöðu – og hugsanlega hættuleg.

Murkowski er í stjórn Arctic Circle ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni,  pútínistanum Artur Chilingarov – þeim sem setti rússneska fánann á Norðurpólinn – og þar eru líka grænlenski stjórnmálamaðurinn Kuupik Kleist og Ahmed Al Jaber, ráðherra frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

safe_image

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is