Miðvikudagur 31.12.2014 - 13:47 - Ummæli ()

Gleðilegt ár!

Það er mikilvægari spurning að velta fyrir sér hvernig næsta ár verður í íslensku samfélagi en að rifja upp hvernig síðasta ár var. En samt, lítum aðeins um öxl. Þetta var árið sem verðbólgan fór niður í næstum ekki neitt og því hættu menn að ergja sig á verðtryggingunni. Þetta var ár leiðréttingarinnar miklu – […]

Miðvikudagur 31.12.2014 - 06:18 - Ummæli ()

Fullt af myndum um Móses

Það er sorglegt að sá samfélög hverfa aftur í formyrkvun og heimsku. Ný kvikmynd um Móses er bönnuð í Egyptalandi og Marokkó. Myndin heitir Exodus og víst ekkert sérlega góð. Tvennum sögum fer af banninu, annars vegar er sagt að myndin sé sögufölsun og hins vegar að ekki megi sýna myndir af guði og spámönnum […]

Þriðjudagur 30.12.2014 - 19:28 - Ummæli ()

Sigrún í ríkisstjórn, Eggert og Kolbrún á DV

Þær eru athyglisverðar hræringarnar í stjórnmálum og fjölmiðlum nú rétt fyrir áramótin. Þrátt fyrir fylgisleysi í skoðanakönnunum styrkir Framsóknarflokkurinn sig í ríkisstjórn. Þangað inn kemur Sigrún Magnúsdóttir og verður umhverfis- og auðlindaráðherra. Framsóknarflokkurinn hefur nú jafnmarga ráðherra við ríkisstjórnarborðið og Sjálfstæðisflokkurinn. Sigrún er afskaplega trygg formanni sínum, Sigmundi Davíð. Þetta þýðir að Vigdís Hauksdóttir verður […]

Mánudagur 29.12.2014 - 19:46 - Ummæli ()

Viðskiptamaður ársins: Fánýt stjórnmálaumræða

Það var afar vel til fundið að útnefna Hjálmar Gíslason sem viðskiptamann ársins. Hann hefur byggt upp DataMarket, fyrirtæki sem byggði á góðri og fallegri hugmynd um bætta framsetningu upplýsinga, nú hefur það stækkað, hefur skapað Hjálmari sjálfum tekjur, sem er gott – þetta er í alla staði til fyrirmyndar. Hjálmar var stundum gestur hjá […]

Mánudagur 29.12.2014 - 15:26 - Ummæli ()

Samhljómur

Það er starf Þorsteins Víglundssonar, fræmkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að koma í veg fyrir að atvinnurekendur þurfi að leggja út meiri peninga. Eða þannig hefur ætíð verið litið á þetta djobb. Ef launahækkanir ber á góma mun maðurinn sem gegnir þessari stöðu alltaf segja að þær komi eiginlega alls ekki til greina. Hugsalega gæti þó verið […]

Mánudagur 29.12.2014 - 05:05 - Ummæli ()

Ísland, verst eða best – og sósurnar

Á þessu ári hefur víða bergmálað frasinn að Ísland sé „ónýtt“. Þetta er orðið hálfgert viðkvæði hjá hópi fólks. En Jessica Probus hjá vefnum vinsæla Buzzfeed er ekki sammála. Hún nefnir 32 ástæður fyrir því að Ísland sé besta landið fyrr og síðar. Hún telur upp ýmsar ástæður, bóklestur Íslendinga, bann við nektarstöðum, fjarveru McDonalds, […]

Sunnudagur 28.12.2014 - 19:13 - Ummæli ()

2014 í alþjóðapólitík – ekki gott ár

Yfirleitt finnst mér áramót ekki svo mikilvæg að þau kalli sérstaklega á uppgjör. Mér leiðiyt frekar þegar rifjaðar eru upp fréttir af tiltölulega nýliðnum atburðum. En árið 2014 er dálítið sérstakt. Það var nefnilega hundleiðinlegt. Þá er ég að meina í heimspólitíkinni. Viðurstyggilegar öfgahreyfingar vaða uppi – bjartsýnin í arabíska vorinu er gufuð upp og […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is