Laugardagur 31.01.2015 - 23:18 - Ummæli ()

Að mennta sig burt frá Íslandi

Þingmaður úr Framsóknarflokknum setti fram þá hugmynd að ríkið beitti sér fyrir því að reisa stóra áburðarverksmiðju til að fá Íslendinga aftur heim frá útlöndum – gera landið meira aðlaðandi fyrir þá. Það braust út ógurlegur hlátur vegna þessa. Skiljanlega. Þetta er þó ekki alveg út í hött – að því leyti að þingmaðurinn virðist […]

Laugardagur 31.01.2015 - 14:02 - Ummæli ()

Hví opnar ritstjórinn ekki bloggsíðu?

Það er sætir undrum að eigendur Morgunblaðsins – aðaleigandinn var að fá sérstaka viðurkenningu – skuli umbera það að blaðið skuli lagt undir persónulega hagsmuni eins manns. Þetta á að talsverðu leyti við um fréttaskrifin, en að öllu leyti um ritstjórnarefnið. Hin forðum virðulegu Reykjavíkurbréf – þar sem var fjallað vítt og breitt um landsins […]

Laugardagur 31.01.2015 - 09:58 - Ummæli ()

Hin óþjóðholla kvikmynd Leviathan

Ég horfði í annað sinn á hina stórkostlegu mynd Leviathan í gær. Myndin er rússnesk, tilefnd til Óskarsverðlauna. En hún fæst varla sýnd í Rússlandi. Þykir óþjóðholl og bera vott um hugarfarsspillingu. Hún hefur orðið tilefni til umræðu um að banna óþjóðlegar myndir. Og það rifjar upp langa hefð ritskoðunar í Rússlandi – allt frá […]

Föstudagur 30.01.2015 - 21:34 - Ummæli ()

Má nota Skype?

Svandís Svavarsdóttir spyr í framhaldi af fyrirspurn um ferðir forseta Íslands hvort forsetaembættið sé óþarft – og nóg sé að láta handhafa forsetavalds um það? Fékk í gær þessi fróðlegu svör við fyrirspurn minni um ferðir forseta Íslands. Forsetinn reynist hafa verið 200 daga í burtu frá síðustu forsetakosningum og handhafar forsetavalds á þeim tíma […]

Föstudagur 30.01.2015 - 08:13 - Ummæli ()

Guðný á Mokka

Það er vel til fundið hjá Félagi kvenna í atvinnurekstri að veita Guðnýju Guðjónsdóttur á Mokka viðurkenniningu. Mokka hefur nú starfað í 56 ár – þau Guðný og Guðmundur Baldvinsson, eiginmaður hennar, voru frumkvöðlar í veitingahúsarekstri á Íslandi. Mokka er náttúrlega menningarstofnun – sígildur staður. Innréttingarnar þar eru í dásamlegum módernískum stíl frá því á sjötta […]

Fimmtudagur 29.01.2015 - 18:56 - Ummæli ()

Stöðvum jihadismann

Hér er franskt plakat, gefið út af hinu opinbera, til að vara við jihadisma svokölluðum. Stöðvum jihadismann, bregðumst við hryðjuverkaógninni, stendur þarna. Fyrstu merkin vekja grun, segir á plakatinu. Þau eru til dæmis að hafna gömlum vinum – vegna þess að þeir eru óhreinir. Hafna fjölskyldu sinni. Snöggar breytingar á mataræði. Að hætta í skóla […]

Fimmtudagur 29.01.2015 - 08:07 - Ummæli ()

Christiansen og gjaldmiðlamálin

Danski hagfræðingurinn Lars Christiansen er ekki ýkja þekktur í heimalandi sínu, en hér á Íslandi er hann eins og rokkstjarna. Hann er það sem Danir kalla slagfærdig. Christiansen spáði fyrir um íslenska bankahrunið, álit hans birtist í íslenskum fjölmiðlum og þá urðu íslenskir banka- og stjórnmálamenn æfir yfir þessari fásinnu. Christiansen var á athyglisverðum fundi […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is