Laugardagur 28.02.2015 - 20:16 - Ummæli ()

Frábærlega hannað en innantómt

Til að vera viss horfði ég á Birdman í annað skiptið – nú fór ég beinlínis að sjá myndina í kvikmyndahúsi. Hvað varðar kvikmyndatöku og útlit er hún vissulega flott. Afar langar senur eru teknar í einni töku þar sem kvikmyndavélin þræðir ranghala leikhússins sem er sögusviðið. Inn á milli fáum við myndir af háhýsum […]

Laugardagur 28.02.2015 - 11:39 - Ummæli ()

Illar grunsemdir vegna morðsins á Nemtsov

Morðið á Boris Nemtsov vekur alls kyns illar grunsemdir. Pútín lýsir því yfir að þetta sé ögrun, hið alþjóðlega orð er provokation. Það gerir hann stuttu eftir að hann fær fréttirnar. Hvað veit Pútín um það? Hvað felst í slíkri ögrun? Þetta er tungutak frá tíma Sovétríkjanna. Pútín segist líka ætla að taka rannsóknina á […]

Föstudagur 27.02.2015 - 10:39 - Ummæli ()

Tími til að byggja upp ferðamannastaði – og hætta þrasi um fjármögnunina

Náttúrupassinn er ein leiðin til að takast á við nýjan veruleika – semsagt þann að helstu ferðamannastaðir landsins liggja undir skemmdum vegna átroðnings. Á sama tíma heldur túristunum bara áfram að fjölga og æ fleiri hafa atvinnu af því að þjónusta þá. Þetta er orðin langstærsta atvinnugrein á Íslandi. En það er eins og við […]

Fimmtudagur 26.02.2015 - 22:21 - Ummæli ()

Sigmundur Davíð, lágu launin og ofurhagnaður bankanna

Stefán Ólafsson prófessor sagði í viðtali um daginn að Framsókn ætti möguleika á að verða velferðarflokkur. Það væri betri leið fyrir hann en til dæmis að elta borgarfulltrúana í Reykjavík sem reru á mið útlendingaandúðar. Samkvæmt Stefáni er leiðin ennþá greiðari fyrir Framsókn sökum þess að vinstri flokkarnir hafa átt í erfiðleikum með að ná […]

Fimmtudagur 26.02.2015 - 13:54 - Ummæli ()

Róttækni og félagsleg úrræði

Ég á svona frekar erfitt með að trúa því að Íslandi stafi mikil hætta af hryðjuverkum. Menn eru reyndar gjarnir á að nota orðið „útiloka“. Jú, sumt er ekki alveg hægt að útiloka, eins og að einhverjum hér láti sér detta í hug að fremja hryðjuverk, að hryðjuverkamenn komi til landsins eða millilendi í Keflavík. […]

Fimmtudagur 26.02.2015 - 11:12 - Ummæli ()

Gerið eitthvað eða þegið!

Hér er stórkostleg ræða sem öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren flutti í gær. Hún fjallar um hvað bandaríska millistéttin hefur orðið illa úti síðustu áratugina og leitar skýringanna í pólitískum ákvörðunum, eins og þeim að innheimta hærri skattprósentu af kennurum og slökkviliðsmönnum en þeim sem stjórna vogunarsjóðum og versnandi aðgengi almennings að góðri menntun. Hún segir að […]

Miðvikudagur 25.02.2015 - 23:42 - Ummæli ()

Spectator ofbýður líka ójöfnuðurinn

Æ fleiri eru að vakna til vitundar um hvílíkt böl vaxandi ójöfnuður er. The Spectator er gamalt enskt tímarit, mjög hallt undir Íhaldsflokkinn. Í nýjasta hefti þess birtist grein um Malcolm Rifkind, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem hefur orðið uppvís að því að ætla að taka við peningum frá kínversku fyrirtæki í því skyni að hafa áhrif […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is