Þriðjudagur 31.03.2015 - 21:06 - Ummæli ()

Millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða – og innanlandsflugið sem erlendir ferðamenn nota varla

Það er ágæt hugmynd að dreifa millilandaflugi um landið – þannig að sé hægt að ferðast frá útlöndum til Egilsstaða eða Akureyrar. Um þetta hefur verið skipuð nefnd á vegum forsætisráðuneytisins eins og sjá má í þessari tilkynningu. En í raun er þetta ekki á valdi ríkisstjórnarinnar eða annars hérlends stjórnvalds. Icelandair er ekki líklegt […]

Þriðjudagur 31.03.2015 - 15:02 - Ummæli ()

Krónuhagkerfið, höftin og bjartsýnin

Síðast þegar var góðæri á Íslandi var skýringin sú að gengi íslensku krónunnar var keyrt upp í hæstu hæðir. Þjóðin fór á eyðslufyllerí – fremstir voru banksterar en stjórnmálamenn létu ekki sitt eftir liggja. Á þeim tíma vorum við ríkasta og hamingjusamasta þjóð í heimi. Svo hrundi krónan, og hrundi aftur, og allt í einum […]

Þriðjudagur 31.03.2015 - 13:10 - Ummæli ()

Stórmenni og afturgöngur á Bessastöðum

Hér eru Bækur & staðir úr síðustu Kilju. Fjallað er um Bessastaði, en þar hefur búið margt stórmennið. Sveinbjörn Egilsson stökk þar á stöng, Grímur Thomsen var leiðinlegur við dreng sem reri honum yfir Skerjafjörð og Appolonia Schwarzkopf var hugsanlega myrt með eitri. Þetta er meðal þess sem fræðast má um í innslagi um Bessastaði í […]

Þriðjudagur 31.03.2015 - 09:53 - Ummæli ()

Ha, auglýsa stöðuveitingar!?

Sú tillaga Ríkisendurskoðunar að sendiherrastöður verði auglýstar hljómar sjálfsagt eins og hver önnur fjarstæða í eyrum flestra stjórnmálamanna. Staðreyndin er sú að það eru ekki alltof mörg feit embætti sem hægt er að koma íslenskum stjórnmálamönnum í ef þeir vilja ljúka ferli sínum. Það var Seðlabankinn og þangað fóru Birgir Ísleifur, Davíð, Steingrímur, Tómas Árnason […]

Þriðjudagur 31.03.2015 - 00:17 - Ummæli ()

Passíusálmar skýrðir og sungnir – og hinar nær óteljandi útgáfur sálmanna

Á ferðalagi mínu um Íslendingabyggðir Kanada og Bandaríkjunum komst ég víða í gömul bókasöfn, sum lágu í reiðileysi og fáir sem kunnu skil á bókunum. Eitt rit var til alls staðar og stundum í mörgum útgáfum – Passíusálmar Hallgríms Péturssonar. Ég rakst til dæmis á útgáfu af þeim frá því snemma á 19. öld í bókaskáp […]

Mánudagur 30.03.2015 - 11:54 - Ummæli ()

Björt framtíð og Besti flokkurinn – Jón Gnarr sem forsætisráðherra?

Össur Skarphéðinsson skrifar pistil á Facebook þar sem hann segir að Jón Gnarr gæti orðið næsti forsætisráðherra, fyrst hann kærir sig ekki um að vera forseti. Stundum veit maður ekki hvort Össur skrifar í gamni eða alvöru, eða jafnvel til að reyna að hanna atburðarás, en kenningarnar sem hann setur fram eru skemmtilegar. Hann segir […]

Mánudagur 30.03.2015 - 11:26 - Ummæli ()

Glæsilegir tónleikar til heiðurs Gunna Þórðar

Tónleikar í tilefni af sjötugsafmæli Gunnars Þórðarsonar í Hörpu í gær voru einstaklega flottir. Það er úr miklu að velja þar sem eru lög meistarans – þau mun vera um sjöhundruð talsins. Úr því þurfti að velja svona tvo tugi laga. Það tókst nokkuð vel, farin var sú leið að flytja einungis lög með íslenskum […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is