Fimmtudagur 30.04.2015 - 22:27 - Ummæli ()

Frábær mynd um blómatíma stúdíómúsíkantanna

The Wrecking Crew er einhver stórkostlegasta mynd sem ég hef séð um tónlist. Hún fjallar um hóp tónlistarmanna sem fékk þetta heiti, þetta voru stúdíómúsíkantar, störfuðu í Los Angeles og léku inn á ótrúlegan fjölda hljómplatna á 7. áratugnum. Á þessum árum tíðkaðist ekki endilega að vinsælar hljómsveitir lékju sjálfar inn á plötur sínar. The […]

Fimmtudagur 30.04.2015 - 15:13 - Ummæli ()

Dómarinn sem talaði af sér

Meðdómandi í Aurum málinu lætur falla orð eftir að dómur er genginn í héraðsdómi sem sýna að hann ber mjög þungan hug gagnvart ákæruvaldinu, jafnvel haturshug. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að vísa beri málinu aftur í héraðsdóm vegna þessa – ástæða ákvörðunarinnar er þessi, ekki sú að maðurinn er bróðir Ólafs Ólafssonar. Maðurinn skrifar […]

Miðvikudagur 29.04.2015 - 19:55 - Ummæli ()

Ólafur Jóhann, Ingunn Snædal, gamli Kennaraskólinn

Ólafur Jóhann Ólafsson er gestur í Kiljunni í kvöld. Hann er að senda frá sér sína fyrstu ljóðabók sem nefnist Almanakið. Það vekur athygli að Ólafur Jóhann hefur skipt um útgefanda, hann er kominn til Veraldar. Út er að koma ljóðasafn Ingunnar Snædal, skáldkonu af Jökuldal. Þetta eru fimm ljóðabækur Ingunnar auk nokkurra óbirtra ljóða. […]

Miðvikudagur 29.04.2015 - 17:33 - Ummæli ()

Meira að segja lóan bregst

Andrúmsloftið í samfélaginu er svo andstyggilegt þessa dagana að meira að segja lóan hefur verið afhjúpuð – það er komið í ljós að hún er frekar nasty fugl. Þar með hrynur einn hornsteinn íslenskrar menningar og þjóðernis, Lóan er komin, Heiðlóarkvæði og allt það. Á sama tíma erum við vitni að því álit þjóðarinnar á […]

Þriðjudagur 28.04.2015 - 22:38 - Ummæli ()

Gömlu bíóin

Á hinni frábæru Facebook-síðu Gamlar ljósmyndir hefur fólk verið að rifja upp gömlu kvikmyndahúsin. Þau voru fleiri og dreifðari en nú er, þetta var fyrir tíma fjölsalabíóanna sem byltu öllu. Mestallt myndefnið hérna er af síðunni, ég vona að þeir sem hafa birt myndir þarna fyrirgefi mér að hafa tekið þetta saman á einn stað með […]

Þriðjudagur 28.04.2015 - 15:48 - Ummæli ()

Rosalegar niðurstöður skoðanakönnunar

Niðurstöður könnunar MMR um álit fólks á stjórnmálamönnum, persónueiginleika þeirra eins og það er orðað, eru rosalegar. Það er varla hægt að hafa annað orð um það. Ef marka má þetta eiga Íslendingar varla neina stjórnmálaforingja sem ná máli – hér ríkir djúpstæð stjórnmálakreppa og vantraust á stjórnmálaleiðtogum. Það er með ólíkindum ef einungis 9 […]

Þriðjudagur 28.04.2015 - 11:07 - Ummæli ()

Á að banna bónusana eða hækka þá?

Flokksþing Framsóknarflokksins samþykkti á dögunum tillögu um að banna bankabónusa. Mikill samhjómur var um þetta á þinginu – enda eru framsóknarmenn að mörgu leyti lengst til vinstri þegar kemur að afstöðunni til banka og fjármálastofnana. Annað hljóð er í strokknum í fjármálaráðuneytinu sem lýtur stjórn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Frá ráðuneytinu kemur minnisblað – stuttu […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is