Laugardagur 31.10.2015 - 13:12 - Ummæli ()

Eini óskilgreindi Íslendingurinn

Það verður að segjast eins og er að pistlar Guðbergs Bergssonar um dægurmál eru ekkert sérlega vel heppnaðir, það er líkt og hann sé að tala inn í samtíma sem er löngu liðinn og einhverja kima sem eru varla mjög áhugaverðir. Þetta er dálítið öðruvísi en þegar Guðbergur var að skrifa pistla í Helgarpóstinn kringum 1980, […]

Föstudagur 30.10.2015 - 17:55 - Ummæli ()

Martin Wolf: Rökin með almenningsútvarpi hafa styrkst

Verndum BBC, ef það væri ekki til, þyrftum við að finna það upp, skrifar Martin Wolf í pistli í Financial Times. Greinin ber yfirskriftina “Almenningsútvarpið er í eigu fólksins”. Martin Wolf er einn virtasti blaðamaður á Bretlandi og reyndar víðar – staða hans sem viðskptablaðamanns er einstök á heimsvísu. Wolf fjallaði talsvert um íslenska efnahagshrunið. […]

Föstudagur 30.10.2015 - 10:17 - Ummæli ()

Pólitískt plagg sem skapar úlfúð og tortryggni – en ber vott um lítla þekkingu á fjölmiðlum

Tilgangur skýrslu um Ríkisútvarpið virðist aðallega hafa verið að efna til óvinafögnuðar um það. Má spyrja, hefði verið eitthvað að því að fá til verksins skýrsluhöfunda sem hafa eitthvað vit á fjölmiðlum? Það er erfitt annað en að taka undir með þingmanninum Róberti Marshall sem segir að skýrslan snúist aðallega um prívatskoðanir nefndarformannsins. Það er […]

Fimmtudagur 29.10.2015 - 18:37 - Ummæli ()

Nokkrar brotalamir í Rúv-skýrslu

Við lifum á umbrotatímum þar sem rekstur fjölmiðla er í uppnámi. Dagblöð eru varla nema svipur hjá sjón, fara unnvörpum á hausinn, þau sem lifa eru með miklu færri starfsmenn en áður og hafa minna umleikis. Áhrif þeirra eru heldur ekki neitt í líkingu við það sem var. Og í ljósvakamiðlum kemur þetta einkum fram […]

Fimmtudagur 29.10.2015 - 07:38 - Ummæli ()

Þjarmað að David Cameron, lávarðar snúast á sveif með Verkamannaflokknum

David Cameron átti ekki sérstaka sæludaga áður en hann kom til Íslands. Hann er nátturlega í forsvari fyrir hægri stjórn sem er í óða önn að skera niður breska velferðarkerfið og grafa undan heilbrigðisþjónustunni – svo megi einkavæða hana. En Cameron lenti í smá hindrun þegar Lávarðadeildin felldi frumvarp um að skera niður skattaafslætti sem […]

Miðvikudagur 28.10.2015 - 17:09 - Ummæli ()

Þegar gleymdist að setja upp míkrófón fyrir Churchill

Stöð 2 auglýsir að sýna eigi myndir frá heimsókn Churchills til Reykjavíkur 1941 í fréttatímanum í kvöld – þá væntalega í tilefni af því að David Cameron er að koma til Reykjavíkur. Það er vissulega fátítt að forsætisráðherra Bretlands komi til Íslands. Ég ók einmitt fram á bílalest Camerons við Alþingishúsið áðan. Churchill kom hingað […]

Miðvikudagur 28.10.2015 - 12:25 - Ummæli ()

Þegar Mikael var vottabarn og mátti ekki fá blóð

Mikael Torfason vildi ekki heita Mikael, hann kallaði sig bara Mikka. Mikael minnti hann á veruna í Vottum Jehóva, en þegar hann var lítill drengur voru foreldrar hans meðlimir í þeim söfnuði. Mikael var alvarlega veikur sem barn, var langdvölum á barnaspítala, en þá kom upp álitamálið hvort hann mætti fá blóðgjöf. Samkvæmt trú Votta […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is