Fimmtudagur 31.12.2015 - 18:09 - Ummæli ()

Endurómur af sögunni um Scott og Amundsen

Skrif breskra fjölmiðla um göngumennina ungu, sem hefur hvað eftir annað verið bjargað af íslenskum björgunarsveitum, eru ærið sérkennileg. Þetta eru yfirstéttardrengir, úr hinu dýra einkaskólakerfi Bretlands. Nú er sagt að þeim hafi borist líflátshótanir frá Íslendingum. Það er náttúrlega leitt. Því miður er það svo að margt fólk hér á landi er gjörsamlega stjórnlaust […]

Fimmtudagur 31.12.2015 - 13:40 - Ummæli ()

Pirringur forsætisráðherra, yfirstétt mylur undir sig

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er á sömu buxum og endranær í áramótagrein. Honum virðist fyrirmunað að hefja sig upp yfir daglegt þras og pirring. Ekki einu sinni á áramótum lánast honum að vera landsföðurslegur. Þetta er að öllum líkindum helsta ástæðan fyrir því að hann er svo óvinsæll. Svona texta ætti maður von á að lesa […]

Fimmtudagur 31.12.2015 - 09:45 - Ummæli ()

Bankarán

Það er auðvitað andstyggilega ljótt að ræna banka og hóta fólki ofbeldi með vopnavaldi. Og það er kannski ekki alveg smekklegt, en ránið í útibúi Landsbankanum kallar fram meinhornið í mörgum landanum. Viðkvæðið sem maður heyrir er að það sé nýung að íslenskur banki sé rændur utanífrá en ekki innanífrá. Og svo ert talað um […]

Miðvikudagur 30.12.2015 - 22:06 - Ummæli ()

Aretha og Carol – amerísk menning

Gjörið svo vel. Amerísk menning eins og hún gerist best. Aretha Franklin, drottning soultónlistarinnar, syngur lag eftir hina óviðjafnanlegu Carol King. Þetta er engu líkt. Aretha byrjaði feril sinn sem gospel söngkona í kirkju föður síns í Memphis í Tennessee. Hún er afrískur-ameríkumaður. Carol King er afkomandi gyðinga sem bjuggu í New York. Hún er […]

Miðvikudagur 30.12.2015 - 13:01 - Ummæli ()

Nokkur „viðskipti ársins“ hjá Fréttablaðinu

Ja, það er þetta með „viðskipti ársins“ hjá Fréttablaðinu – og hvers konar heiður þetta er í raun og veru. Hér eru til dæmis viðskipti ársins 2007. Icesave er þarna í efsta sæti.     Svo, þremur árum síðar, 2010. Þá er það nýr Icesave samningur sem er bestu viðskiptin. Hann var stuttu síðar kolfelldur […]

Miðvikudagur 30.12.2015 - 11:45 - Ummæli ()

Árið sem er að líða

Þetta er árið þegar skapvonskan reið ekki við einteyming í pólitíkinni, þegar sumum stjórnmálamönnum var fyrirmunað að eiga málefnalegar samræður eða tala eins og siðað fólk. Ár sandkassastjórnmálanna. Þetta er árið þegar „góða fólkið“ varð að lykilhugtaki í íslenskri samfélagsumræðu. Enginn virðist samt vita almennilega hvað það þýðir. Þetta er árið þegar vinstri flokkarnir glutruðu […]

Þriðjudagur 29.12.2015 - 10:45 - Ummæli ()

Er arkitektum vorkunn – hvað er faglegt?

Guðmundur Kristján Jónsson er titlaður framkvæmdastjóri Borgarbrags. Þetta er ráðgjafaþjónusta um „betra borgarumhverfi“ eins og segir á vef fyrirtækisins. Guðmundur hefur skrifað um arkitektúr og skipulagsmál – má segja að hann hafi yfirleitt verið nokkurn veginn á þeirri línu sem er ríkjandi í borgarstjórninni í Reykjavík. Guðmundur skrifar athyglisverða grein um umdeildar byggingar í miðborg […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is