Sunnudagur 31.01.2016 - 14:21 - Ummæli ()

Fyrirtækjaáróður undir yfirskini fjölmiðlunar

Á tíma samskiptamiðla þurfa menn að vara sig á áróðri sem getur tekið á sig býsna lævíslegar myndir, villt á sér heimildir, ef svo má segja. Á Facebook má finna tvo vefi sem er haldið úti af sömu aðilum. Annar nefnist Auðlindir okkar en hinn nefnist Atvinna og iðnaður. Báðir þessir vefir gera út á […]

Laugardagur 30.01.2016 - 19:45 - Ummæli ()

Marshallhúsið – og hin stórmerkilega Marshalláætlun

Ég held satt að segja að það sé alveg nýtilkomið að fara að kalla stórbyggingu úti í Örfirisey „Marshallhúsið“. Þetta er stórglæsileg bygging, hefur verið gerð afar fallega upp, og á nú að hýsa myndlist. Það er ljómandi vel til fundið. Og það má alveg kalla það Marshallhúsið, en þarna var upprunalega svokölluð Faxaverksmiðja. Hún […]

Laugardagur 30.01.2016 - 10:57 - Ummæli ()

Mikilvæg kvikmynd um blaðamennsku

Ég segi eins og er að mér hefur fundist umræðan um misjafnan hlut kynþátta á Óskarverðlaununum heldur einfeldnisleg. Það er talað um að þarna komist eiginlega bara að myndir um hvíta miðaldra karla. En við þurfum kannski líka að skoða hvers konar myndir þetta eru? Þarna eru fremstar tvær framúrskarandi myndir sem mætti segja að […]

Föstudagur 29.01.2016 - 12:09 - Ummæli ()

Uppáhalds hljómsveitamyndin

Af öllum hljómsveitamyndum held ég að þessi sé uppáhaldið mitt. Ég tek fram að þegar ég var drengur klippti ég út hljómsveitamyndir og hengdi upp á vegg. Hún er einhvern veginn alveg fullkomin þessi mynd. Þetta er Trúbrot – íslenska súpergrúppan. Myndin er tekin niðri í Austurstræti meðan ennþá var bílaumferð þar í gegn. Myndin […]

Föstudagur 29.01.2016 - 08:21 - Ummæli ()

Paul Kantner 1941-2016

1978 var stóra tónleikaárið mitt. Ég sá Bowie í Marseille, Dylan tvívegis í París – í þeirri frægu tónleikaferð sem síðar kom út á tvöfaldri plötu kenndri við tónleikahúsið Budokan. Ég sá Frank Zappa og Peter Gabriel á Knebworth hátíðinni í Englandi. En tónleikarnir sem ég hlakkaði eiginlega mest til að fara á voru aldrei […]

Fimmtudagur 28.01.2016 - 17:16 - Ummæli ()

Bankaplokkið – svakalegur kostnaður neytenda

Á þessari síðu hefur oft verið vakin athygli á hinu óskaplega peningaplokki banka – sem lýsir sér meðal annars í alls konar færslugjöldum. Launþegar eiga ekki annan kost en að láta banka sýsla með fé sitt – það tíðkast ekki að borga út í reiðufé, eins og ætti í raun að vera sjálfsagður valkostur fyrir […]

Fimmtudagur 28.01.2016 - 15:22 - Ummæli ()

Hreinir og anti-pólitískir Píratar

Píratar eru í 42 prósentum í nýrri skoðanakönnun. Fylgið vex semsagt enn. Menn hafa verið að spá því að þessu fari að ljúka, Píratarnir  hafa verið að hækka flugið síðan í apríl, en það er aldeilis ekki komið að því. Hverju sætir? Þetta er í raun stærsta spurningin í íslenskum stjórnmálum þessa dagana. Glöggur lesandi síðunnar […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is