Fimmtudagur 31.03.2016 - 22:22 - Ummæli ()

Sundlaugar og stórbyggingar

Smávegis um sundlaugar og stórhýsi í tveimur höfuðborgum. Á 19. öld byggðu Rússar stærstu dómkirkju í ríkinu á bökkum Moskvufljóts. Kirkjan var reist til að fagna sigrinum í Napóleonsstríðinu, en byggingin tók svo langan tíma að kirkjan var ekki vígð fyrr en 1883, við krýningu Alexanders III keisara. Hún var mjög glæsileg, en sumum þótti […]

Fimmtudagur 31.03.2016 - 12:00 - Ummæli ()

Stjórnin stendur af sér tillögu um þingrof – en vantraustið magnast

Eins og stendur eru engar líkur á öðru en að ríkisstjórnin standi af sér tillögu um þingrof og nýjar kosningar. Stjórnarliðið mun standa saman um að hafna því – líklega hver einasti þingmaður. Svoleiðis eru stjórnmálin á Íslandi. Aflandseyjamálin hafa flækst nokkuð eftir að komu fram upplýsingar um fleiri stjórnmálmenn en forsætisráðherra sem tengjast slíkum […]

Miðvikudagur 30.03.2016 - 11:48 - Ummæli ()

Ofurlundabúð

Þetta sprengir skalann. Loks leigist út húsnæði Sautján við Laugaveg sem hefur staðið autt og yfirgefið í langan tíma. Þarna verður ofurlundabúð sem setur ný viðmið. Lundar á 2000 fermetrum. Að sjálfsögðu í boði Icewear. Þarna verður reyndar útivistarfatnaður líka. Það er raunar svo einkennilegt að þegar maður fer í miðbæinn í Reykjavík eru allir […]

Miðvikudagur 30.03.2016 - 08:03 - Ummæli ()

Af hverju eru skattaskjól slæm?

Andrés Jónsson almannatengill setti á vefinn þessa hugleiðingu um skattaskjól. Þetta er greinargott – og þess virði að lesa: Afhverju eru skattaskjól slæm? — Þau byggjast á svindli. Þau taka arð sem verður til í einu landi og byggist á vinnuafli, velferðar- og menntakerfi og öðrum auðlindum þess lands og færa hann til annars (oftast […]

Þriðjudagur 29.03.2016 - 20:55 - Ummæli ()

Nöfn

Wintris, Falson og Dooley. Hvað er með þessi nöfn? Þetta eru félög sem eru í eigu Íslendinga. En veita innsýn inn í heim sem er öllum almenningi hulinn og þangað sem honum er ekki boðið.    

Þriðjudagur 29.03.2016 - 13:03 - Ummæli ()

Pólitísk hjaðningavíg í forsetakosningum?

Það verður að segjast eins og er að forsetakosningarnar á Íslandi byrja stórundarlega. Það eru komnir fram á annan tug frambjóðenda. Enginn þeirra er líklegur til að skora hátt – hvað þá vinna kosningarnar. Margir frambjóðendanna virðast einungis vera að vekja athygli á sjálfum sér. Þeim er það auðvitað heimilt. En þær sögur ganga fjöllunum […]

Þriðjudagur 29.03.2016 - 11:44 - Ummæli ()

Kommar, ræðumennska og klapp

Hvergi í veraldarsögunni hafa verið meiri ræðuhöld en hjá kommúnistum. Þegar Stalín hélt ræður á veldistíma sínum í Sovétríkjunum þorði enginn að hætta að klappa. Áhorfendur stóðu upp á endann og klöppuðu og klöppuðu og þótt auðvitað væri ekkert vit í öðru en að að hætta að klappa, var viðbúið að sá sem fyrstur léti […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is