Laugardagur 30.04.2016 - 18:44 - Ummæli ()

Frímínútur árið 1929

Sonur minn er í Landakotsskóla svo ég hef gaman af þessari mynd sem sýnir börn að leik við Landakotsskóla árið 1929. Flest er breytt, en ég hef séð börn leika sér á svipaðan hátt á þessu svæði. Þau eru þó ekki í matrósafötum lengur eins og tveir drengir á myndinni. Myndin er tekin í vesturátt, […]

Laugardagur 30.04.2016 - 13:13 - Ummæli ()

Engin epli fyrir tíma Davíðs

Þetta er svo skemmtilegt að það er eiginlega ekki annað en hægt að vekja sérstaka athygli á því. Úr grein stjórnmálafræðiprófessors um ritstjóra og fyrrverandi forsætisráðherra í Morgunblaðinu í dag.     Mjólkurbúðunum var reyndar lokað 1976, bannið við sölu áfengis á miðvikudögum var afnumið 1979, þá var Steingrímur Hermannsson dómsmálaráðherra og kynnti breytingar á […]

Laugardagur 30.04.2016 - 08:38 - Ummæli ()

Lofgjörð um ritstjóra

Morgunblaðið er borið í hvert hús í dag. Maður nýtur þess semsagt með morgunkaffinu á laugardegi. En Morgunblaðið verður stöðugt skrítnari fjölmiðill – má jafnvel stundum sjá skoplegar hliðar á því. Í dag birtist í blaðinu risastór lofgjörð um sjálfan ritstjóra blaðsins. Hún er á fjórum blaðsíðum og skrifuð af helsta skósveini ristjórans. Það er […]

Föstudagur 29.04.2016 - 16:55 - Ummæli ()

Síðasti valsinn – besta tónleikamynd allra tíma

Bíó Paradís sýnir á næstunni The Last Waltz, kvikmynd sem kemur vel til álita sem besta tónleikamynd allra tíma. Myndin er gerð af sjálfum Martin Scorsese árið 1976 og setti ný viðmið í því hvernig tónlistarflutningur var kvikmyndaður. Í því tilviki er nánast hægt að tala um fyrir og eftir The Last Waltz. List Scorseses […]

Föstudagur 29.04.2016 - 10:50 - Ummæli ()

Fjárgræðgin knýr þá áfram…

Jónas frá Hriflu var umdeildasti stjórnmálamaður Íslands á 20. öld. Hann átti þátt í að stofna bæði Alþýðuflokkinn og Framsóknarflokkinn – ef við teljum að Samfylkingin sé afsprengi Alþýðuflokksins má segja að báðir þessir flokkar séu í miklum vandræðum um þessar mundir. Spillingarmál skekja Framsóknarflokkinn, en Samfylkingin er að fara að kjósa sér nýjan formann […]

Fimmtudagur 28.04.2016 - 20:20 - Ummæli ()

„Fæstir virðast hafa gert nokkuð rangt“

Við erum að horfa upp á uppgjör við hrunið númer 2. Nú beinist það að þeim sem dældu peningum frá Íslandi í aflandsfélög. Það var vitað að þetta hafi gerst, en Panamaskjölin sýna þetta atferli svart á hvítu. Við sjáum hvernig fjármagnseigendur kepptust við að koma peningum í skattaskjól á löngu tímabili og hvernig bankarnir […]

Fimmtudagur 28.04.2016 - 11:44 - Ummæli ()

Trump ræðst á matarvenjur Kasich

Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum verða stöðugt fáránlegri. Donald Trump gerir atlögu að John Kasich vegna þess hvernig hann borðar. Trump segist aldrei hafa séð mann neyta matar á jafn ógeðslegan hátt.     Þetta er árás Trumps á bandalag Cruz og Kasich – sem virkar raunar ekki betur en svo að Trump sigraði í öllum ríkjum […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is