Þriðjudagur 31.05.2016 - 16:45 - Ummæli ()

Hænsn

Íslendingar geta stundum verið mikil hænsn. (Ég veit að ég á ekki séns í að bjóða mig fram sem forseta hafandi sagt þetta.) Við erum aðilar að EES og Schengen, þetta þýðir í raun að við erum djúpt inni í Evrópusamstarfinu. Samt er talað um ESB hérna eins og það sé einhver hryllingur. Reiknað í […]

Þriðjudagur 31.05.2016 - 08:10 - Ummæli ()

Fylgistölur breytast ekki þrátt fyrir árásir Davíðs

Aldrei var nú líklegt að árásir Davíðs Oddssonar á Guðna Th. Jóhannesson, sem byggja meðal annars á sérstæðum lestri á því sem hann hefur skrifað í fræðigreinum, myndu hafa mikil áhrif. Þær kannski þétta raðirnar meðal innmúraðra en annars staðar hafa þær frekar vakið furðu en hitt. Ný skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir sýnir að fylgið hefur […]

Mánudagur 30.05.2016 - 13:02 - Ummæli ()

Sómakenndin – tilvitnun frá tíma McCarthys

Guðni Th. Jóhannesson er sagnfræðingur og þegar hann spyr Davíð Oddsson hvort hann hafi enga sómakennd er það ekki alveg út í bláinn. Í raun er þetta bein tilvitnun í fræg ummæli sem féllu á fundi bandarískrar þingnefndar 9. júní 1954. Öldungadeildarþingmaðurinn alræmdi Joseph McCarthy var sem fyrr að eltast við kommúnista sem hann sá […]

Mánudagur 30.05.2016 - 12:30 - Ummæli ()

Tvístígandi Framsókn

Framsóknarmönnum er vandi á höndum á miðstjórnarfundi flokksins sem fer fram á laugardag. Þeir þurfa að fara að ákveða hvernig þeir ætla að haga málum sínum fram að kosningum. Hver á að leiða flokkinn, Sigurður Ingi Jónsson forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður eða nýja vonarstjarnan Lilja Alfreðsdóttir? Hermt er að framsóknarmenn séu afar tvístígandi gagnvart […]

Sunnudagur 29.05.2016 - 20:41 - Ummæli ()

Svo að hver geti drepið sig sem vill…

Hér eru tvær ljósmyndir þar sem horft er yfir Lækjargötu á fyrri hluta tuttugustu aldar. Á efri myndinni er mikill borgarbragur, þar hafa risið reisuleg stórhýsi Natans & Olsen og Eimskipafélagsins. En við sjáum að enn eru auðar lóðir inni í Austurstræti eftir Reykjavíkurbrunann mikla 1915. Það glittir í sjóinn rétt utan við hús Eimskipafélagsins, […]

Laugardagur 28.05.2016 - 20:56 - Ummæli ()

Ekki afhenda Trump Hvíta húsið

Maður les greinar á netinu þar sem stuðningsmenn Bernies Sanders hafa uppi miklar heitstrengingar um að þeir muni aldrei kjósa Hillary Clinton – ekki þótt hún sé í framboði gegn Donald Trump og geti ein komið í veg fyrir að hann verði forseti. Jonathan Freedland skrifar grein í Guardian þar sem hann biðlar til stuðningsmanna […]

Laugardagur 28.05.2016 - 09:00 - Ummæli ()

Þarf mikið til að breyta stöðunni

Í fjölmiðli sá ég um daginn að var slegið upp fyrirsögn sem var eitthvað á þessa leið: „Guðni og Davíð efstir.“ Staðan var reyndar sú að 40-50 prósentustig skildu frambjóðendurna og varla hægt að nefna þá í sömu andrá hvað fylgismælingar varðar. Þetta var eins og örvæntingarfull tilraun til að hleypa spennu í kapphlaup þar […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is