Fimmtudagur 30.06.2016 - 11:31 - Ummæli ()

Aukin hernaðaruppbygging á Íslandi – viðbrögð við stefnu Pútíns

Sameiginleg yfirlýsing Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál sætir tíðindum, en hún var undirrituð í gær. Þarna er sagt að „umhverfi öryggismála í Evrópu og norðanverðu Atlantshafi hafi breyst á undanliðnum tíu árum“ – það dylst varla neinum að þetta eru viðbrögð við þróuninni í Rússlandi Pútíns, það var síðast í maí að Obama forseti varaði […]

Miðvikudagur 29.06.2016 - 21:54 - Ummæli ()

Elsta hús Reykjavíkur komið í flísið

Aðalstræti 10, búið að fá nýtt hlutverk og nýtt skilti. Húsið var byggt 1762 og er elsta hús í borginni sjálfri – Viðeyjarstofa er aðeins eldri.  

Miðvikudagur 29.06.2016 - 08:48 - Ummæli ()

Orabaunir til Frakklands

Í eina tíð voru á kreiki sögur um Íslendinga sem fóru í sólarlandaferðir og fylltu töskur sínar með Bragakaffi og Ora niðursuðuvörum. Þeir voru vissir um að kaffið í útlöndum væri ódrekkandi, maturinn óætur og líklega eitraður. Rifjast einhvern veginn upp við þessa tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Einhvern veginn finnst manni samt óþarfi að senda matvæli […]

Þriðjudagur 28.06.2016 - 22:34 - Ummæli ()

Flýgur fiskisagan

Það gerist ýmislegt á svona eyju. Um daginn datt asni fram af grjótvegg og það þurfti hóp fílefldra karla til að draga hann upp. Ég er hræddur um að þeir hafi orðið að lóga dýrinu. Lítill strákur sem heitir Elías og hleypur stundum eftir stærri strákum sem eru í fótbolta datt og braut á sér […]

Þriðjudagur 28.06.2016 - 09:03 - Ummæli ()

Sigurdsson, Sigthorsson?

Steve McClaren, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englendinga, er með þetta. Þetta var á Sky Sports í gærkvöldi. Í Englandi er farið að tala um þetta sem besta sjónvarpsaugnablik ársins. Maður horfir á manninn gleypa orð sín.     Nágranni okkar hérna kom og þakkaði okkur í morgun. Hann hafði veðjað á Ísland á netinu. Græddi vel. Fékk […]

Mánudagur 27.06.2016 - 22:51 - Ummæli ()

Lofaði heimsreisu

Ég missti mig yfir leiknum, eins og kannski fleiri, gat ekki alveg horft, fór frá, stóð álengdar, færði mig nær og svo aftur burt. Tók meira að segja einn stuttan göngutúr. Ekki hægt að sitja kyrr yfir svona. Svo var ég alveg búinn að missa það og lofaði fjölskyldu minni heimsreisu ef Ísland myndi vinna. […]

Mánudagur 27.06.2016 - 16:12 - Ummæli ()

Áfram Ísland

Hér halda allir með Íslandi. Kannski býst maður ekki við sigri í kvöld, en þetta er allt mjög frækilegt.   Uppstilling: Sigurveig.

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is