Sunnudagur 31.07.2016 - 14:43 - Ummæli ()

Forsetaskipti

Nýr forseti tekur við á Íslandi á morgun. Hann hefur til að bera hógværð og lítillæti, þykist ekki vita allt best – það er ákveðin tilbreyting. Guðna Th. Jóhannessyni skal óskað allra heilla í starf. Manni sýnist á flestu að íslenska þjóðin hafi valið vel. Það verður áhugavert að fylgjast með fyrstu mánuðum hans í […]

Sunnudagur 31.07.2016 - 10:33 - Ummæli ()

Sumarkvöld í Reykjavík og Þórarinn B.

Þetta er mynd sem ég tók vestur á Ægissíðu um sólarlagsbil fyrir fáum dögum. Þau hafa verið mörg fögur sólarlögin í Reykjavík undanfarið. Maður man vart annað eins.     Þegar ég horfði á rauðgullinn kvöldhimin í gær kom upp í huga mér málarinn Þórarinn B. Þorláksson. Hann var fyrsti Íslendingurinn sem nam málaralist í […]

Laugardagur 30.07.2016 - 12:00 - Ummæli ()

Mesta hættan sem steðjar að hinum frjálsa heimi síðan á dögum kommúnismans

Leiðari Economist þessa vikuna fjallar um átakalínur í stjórnmálum í heiminum á tíma þegar lýðskrumarinn Donald Trump stefnir á forsetaembættið í Bandaríkjunum, þegar harðir þjóðernisflokkar ná sífellt meiri ítökum í Evrópu og Bretar kjósa að yfirgefa Evrópusambandið. Economist heldur því fram að átökin í stjórnmálunum séu ekki milli hægri og vinstri, heldur milli lokunar og […]

Laugardagur 30.07.2016 - 01:59 - Ummæli ()

Þýsk neytendavernd

Þessa frétt má lesa á vefsíðu Morgunblaðsins. Ofboðsleg seinkun á flugi, farþegar fá litlar upplýsingar og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Um daginn flaug ég með Niki, sem er dótturfélag þýska flugfélagsins Air Berlin. Talsverðar tafir urðu á fluginu. Þegar það var orðið ljóst og vélin nálgaðist flugvöllinn í Vínarborg fóru flugfreyjurnar að dreifa upplýsingum […]

Föstudagur 29.07.2016 - 18:29 - Ummæli ()

Það verður kosið

Hafi einhver efast um að séu að koma kosningar á næstunni, þá þarf ekki frekari vitnanna við. Þrír ráðherrar mæta á þennan atburð og láta mynda sig í bak og fyrir undir fánum og borðum, það er ekki bara menntamálaráðherrann sem fer með málaflokkinn, heldur líka sjálfur forsætisráðherrann og formaður annars stjórnarflokksins og fjármálaráðherrann sem […]

Föstudagur 29.07.2016 - 10:42 - Ummæli ()

Heimsóknir lukkuriddara til Íslands

Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ segir að umræðan sem hefur skapað umhverfis byggingu einkaspítala í bænum gæti hugsanlega „drepið verkefnið“. Reyndar virðist bæjarstjórinn hafa rokið til með stuttum fyrirvara og skrifað undir úthlutun byggingalóðar – af fréttum má ráða að hann hafi sjálfur fengið afar litlar upplýsingar. Síðustu dagana hafa birst ýmis tíðindi um hina væntanlegu byggjendur spítalans. […]

Fimmtudagur 28.07.2016 - 19:22 - Ummæli ()

Fegursti dagurinn í Eyjum

Í gær fór ég til Vestmannaeyja. Ég hef þá kenningu að þetta sé besti dagur í Vestmannaeyjum fyrr og síðar, hef ég þó oft komið þangað og stundum dvalið lengi. Hitinn var yfir 20 stig, það var blankalogn, sjórinn spegilsléttur, meira að segja á Stórhöfða hreyfði ekki vind, á einhverjum vindasamasta stað á norðurhveli. Eyjarnar […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is