Miðvikudagur 31.08.2016 - 23:26 - Ummæli ()

Sjónvarpsstöðvar í eigu símafyrirtækja

Við blasir nýr veruleiki í fjölmiðlum á Íslandi. Sjónvarpsstöðvar verða undirdeildir, maður hikar við að nota orðið „skúffur“, í stórum síma- og netfyrirtækjum. Sú starfsemi verður eftir sem áður aðalviðfangsefni þessara fyrirtækja, en sjónvarpsreksturinn verður aldrei annað en aukabúgrein. Það er af sem áður var þegar fyrst Stöð 2 og síðar Skjár einn voru sérstök […]

Miðvikudagur 31.08.2016 - 13:07 - Ummæli ()

Marklaus tillaga um þjóðarakvæðagreiðslu

Tillaga þingmanna um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um Reykjavíkurflugvöll er fyrst og fremst tilraun til að rugla hlutina þegar innan við tveir mánuðir eru til kosninga. Allir vita að ekki verður hægt að halda svona atkvæðagreiðslu meðfram kosningunum, það er of seint og það er líka ljóst að hún myndi taka of mikla athygli frá þingkosningum. […]

Miðvikudagur 31.08.2016 - 09:55 - Ummæli ()

Lífeyrissjóðirnir og Hagar

Þessi tafla kemur af heimasíðu Haga. Þarna má sjá hverjir eru tuttugu stærstu hluthafar í félaginu. Lífeyrissjóðir eru lang fyrirferðarmestir. En innherjar eru að selja í félaginu, það eru háttsettir starfsmenn þess – menn gera skóna að því að þetta kunni að vera af ótta við áhrif bandaríska verslunarrisans Costco á íslenskum markaði, annars konar […]

Þriðjudagur 30.08.2016 - 19:24 - Ummæli ()

Engar óskaríkisstjórnir í boði – fremur að verði stjórnarkreppa

Það er kannski best að hrapa ekki að ályktunum, fleiri skoðanakannanir eru á leiðinni, en ef litið er á könnun MMR sem birtist í dag verður varla séð að nein ríkisstjórn sé í kortunum – altént ekki ríkisstjórn sem neinn langar að fá. Stefnum við kannski í kosningar þar sem allir verða fyrir vonbrigðum áður […]

Þriðjudagur 30.08.2016 - 08:00 - Ummæli ()

Costco vekur ugg og ótta

Það er sérkennilegt að fylgjast með því þegar forráðamenn stærstu keðju matvöruverslana á Íslandi selja hlutabréf sín hver um annan þveran. Vísast græða þeir peninga á þessu, geta jafnvel farið að hafa það náðugt, en varla er hægt að skýra þetta öðruvísi en að þeir trúi ekki lengur á framtíð fyrirtækisins. Það verður líka að […]

Mánudagur 29.08.2016 - 20:52 - Ummæli ()

Njálsgata-Gunnarsbraut – Garðar úrsmiður, Pétur þulur og hús við Lækjartorg

Hér er dásamleg ljósmynd frá Reykjavík eins og ég man hana á fyrsta áratug lífs míns. Hún er líklega tekin um miðjan sjöunda áratuginn, birtist á vefnum Gamlar ljósmyndir. Maður rekur fyrst augun í litina sem eru oft svo skemmtilega mjúkir í myndum frá þessum tíma. Myndin sýnir norðurhlið Lækjartorgs, Hafnarstræti og út á Kalkofnsveg. […]

Sunnudagur 28.08.2016 - 22:57 - Ummæli ()

Steinsteypuöldin – brot úr þættinum

Hér er örstutt kynningarstikla fyrir Steinsteypuöldina, þáttaröðina um sögu byggingalistar og byggðaþróunar í Reykjavík sem við höfum sett saman Pétur H. Ármannsson, Ragnheiður Thorsteinsson og ég. Fyrsti þátturinn verður sýndur í sjónvarpinu á fimmtudagskvöldið 1. september klukkan 20.10.    

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is