Miðvikudagur 31.08.2016 - 09:55 - Ummæli ()

Lífeyrissjóðirnir og Hagar

Þessi tafla kemur af heimasíðu Haga. Þarna má sjá hverjir eru tuttugu stærstu hluthafar í félaginu. Lífeyrissjóðir eru lang fyrirferðarmestir. En innherjar eru að selja í félaginu, það eru háttsettir starfsmenn þess – menn gera skóna að því að þetta kunni að vera af ótta við áhrif bandaríska verslunarrisans Costco á íslenskum markaði, annars konar vöruúrvals og verðlagningar.

Í pistli sem birtist hér á síðunni í gær var spurt hvort lífeyrissjóðirnir myndu kannski kaupa hluti innherjanna?

Um leið bregður þessi tafla upp mynd af því hvernig kaupin gerast á eyrinni á íslenskum markaði. Lífeyrissjóðirnir eru sagðir eiga 40 prósent af hlutabréfamarkaðnum og er hlutur þeirra stöðugt að aukast.

 

Screen Shot 2016-08-30 at 22.55.35

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is