Föstudagur 30.09.2016 - 13:04 - Ummæli ()

Ruglingslegar kosningar

Líklega hafa kosningar á Íslandi aldrei virkað ruglingslegri. Þættir í sjónvarpi þar sem birtast kvöld eftir kvöld fulltrúar ótal framboða gera stöðuna ekki beinlínis skýrari. Það er réttur allra að bjóða sig fram og láta rödd sína heyrast – en stundum er erfitt að greina tilganginn með framboðunum og gagnsemi þess að þau séu svo […]

Föstudagur 30.09.2016 - 08:03 - Ummæli ()

Rólegir Íslendingar! Þið eruð ekki að leiða byltingu!

Grapevine birtir pistil eftir Eric Luent Katalóníumann, sem hefur skrifað bók um Ísland sem nefnist „Ísland árið 2013, saga um blekkingu“. Greinin ber yfirskriftina: „Rólegir Íslendingar, þið eruð ekki að leiða lýðræðisbyltingu á alheimsvísu“. Eins og sjá má hér að neðan varð íslenski fáninn eins konar byltingartákn í mótmælum í löndum við Miðjarðarhaf eftir hrunið. […]

Fimmtudagur 29.09.2016 - 13:39 - Ummæli ()

Hinir hreinu fletir – árin í kringum 1960

Í Steinsteypuöldinni í kvöld fjöllum við um árin í kringum 1960. Þetta er tími hinna hreinu flata. Geómetrían var alls ráðandi í sjónlistum og hún setur líka svip sinn á byggingalistina. Þetta er tími Sigvalda Thordarsonar – Sigvaldahúsin eru eru einhverjar eftirminnilegustu byggingar frá þessum tíma. Eitt hið frægasta stendur við Ægissíðu – auðvitað í […]

Miðvikudagur 28.09.2016 - 23:05 - Ummæli ()

Norðurljós – líka þegar er skýjað

Þegar ég var yngri var aldrei talað neitt sérstaklega um norðurljós. Þau bara voru þarna og maður var ekkert mikið að pæla í þeim. Það eru ferðamenn sem uppgötvuðu norðurljósin og líka myndavélar sem taka af þeim ljósmyndir þannig að þau virðast mikilfenglegri en þau eru þegar mannsaugað sér þau. Miklu stærri og litríkari. Ég […]

Miðvikudagur 28.09.2016 - 16:41 - Ummæli ()

Vafasamar skoðanakannanir

Almennt má segja að alltof mikið sé gert úr skoðanakönnunum í íslenskum fjölmiðlum. Þetta eru fréttir sem fjölmiðlarnir fá sendar á tölvutæku formi og þarf lítið að gera til að matreiða þær. Auðvelt að sjóða eitthvað könnununum og útheimtir litla hugsun. Hringja kannski í einn til tvo stjórnmálafræðinga sem lesa rétt sem snöggvast í tölurnar […]

Miðvikudagur 28.09.2016 - 08:00 - Ummæli ()

Skemmtilegar myndir úr safni lögreglunnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sett á vefinn sýnishorn af myndum úr starfinu. Sumar sýna uppstillt liðið, aðrar gæslu við hátíðlegar athafnir og svo eru myndir sem eru teknar í hita leiksins úti á vettvangi. Þetta er býsna skemmtilegt safn.   Átök við mótmælendur vegna herskipakomu í Sundahöfn í kringum 1980.   Götumynd frá Reykjavík. Þarna […]

Þriðjudagur 27.09.2016 - 21:12 - Ummæli ()

Íslendingur ræðst á ungan mann með rasistaupphrópunum, bítur eyrað af öðrum

Vefur Berliner Zeitung, götublaðs í Berlín. Hér segir frá Íslendingi, þannig er það orðað í fréttinni og sagt að hann sé 43 ára,  sem sat í lest í Berlín og réðist að ungum manni með svívirðingum. Kallaði hann Bin Laden, spurði hvort hann ætlaði ekki að ákalla Allah og sprengja sprengju í lestinni. Segir að […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is