Mánudagur 31.10.2016 - 18:23 - Ummæli ()

„Við skulum bíða með að birta þetta fram yfir kosningar, það verður allt vitlaust“

Ætli meðlimir í Kjararáði hafi hugsað: „Við skulum bíða með að birta þetta fram yfir kosningar, það verður allt vitlaust.“ Er það ekki? Er tilviljun að úrskurður þar sem laun stjórnmálamanna stórhækka birtist daginn eftir kosningar? Því víst er að þetta hefði valdið ólgu og óánægju á kjördegi. Er jafnvel hugsanlegt að fleiri hefðu kosið […]

Mánudagur 31.10.2016 - 14:33 - Ummæli ()

Ófriðlegt á Framsóknarheimilinu

Líklega hugsa aðrir flokkar sig tvisvar um áður en þeir fara í samstarf með Framsóknarflokki þegar birtist frétt sem var svona framsett á  mbl.is en kemur úr Fréttablaðinu.     Vigdís Hauksdóttir var á sömu nótum á Facebook strax eftir kosningar.     Svo birtist Sigurður Hannesson, einn helsti stuðningsmaður Sigmundar Davíðs, og setur fram […]

Mánudagur 31.10.2016 - 12:15 - Ummæli ()

Þrír helstu möguleikarnir á myndun ríkisstjórnar

Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn: Afar naumur meirihluti og gæti fengið harða mótspyrnu í þinginu. Þyrfti að byggjast upp á því að mjög góður agi væri í liðinu og málefnasamningurinn nákvæmur, enginn þingmaður má ganga úr skaftinu. Björt framtíð gæti fengið menntamálin og umhverfismálin, Viðreisn aftur fjármálaráðuneytið og viðskiptaráðuneytið. Björt framtíð átti viðræðum vinstra megin fyrir […]

Mánudagur 31.10.2016 - 08:36 - Ummæli ()

Ekki einhlítt að flokkar veslist upp í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn

Það er endurtekið út um allt að flokkar sem fari í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn lendi í gríðarlegum vandræðum. Að Sjálfstæðisflokkurinn éti þá einhvern veginn upp, nærist á þeim. Það kann þó að vera að þetta sé kenning sem stenst ekki alveg nánari skoðun. Þetta er sérstaklega rætt í tengslum við hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna og […]

Sunnudagur 30.10.2016 - 18:18 - Ummæli ()

Hrun Samfylkingarinnar og hliðstæðan frá Grikklandi

Hvað gerir flokkur sem er með 30 prósenta fylgi í kosningum 2009, 12,9 prósent í kosningum 2013, en 5,7 prósent í kosningum 2016? Þetta er staðan hjá Samfylkingunni. Annað eins hrun er óþekkt í sögu íslenskra stjórnmála. Flokkurinn nær inn þremur þingmönnum, þar af eru tveir þingmenn í landsbyggðarkjördæmum sem líklega fara inn vegna persónulegra […]

Sunnudagur 30.10.2016 - 12:09 - Ummæli ()

Tíminn þegar Framsókn þótti tæk í vinstri stjórn

Eitt sinn var það svo að vinstri stjórnir á Íslandi voru myndaðar með aðkomu Framsóknarflokksins. Það var oftar að kratar væru ekki með – þeir unnu með Sjálfstæðisflokknum. En leiðtogar Framsóknar, Ólafur Jóhannesson og Steingrímur Hermannsson, stukku fimlega milli hægri og vinstri stjórna. Ef við förum lengra aftur var reyndar hugmyndin sú að Alþýðuflokkurinn og […]

Sunnudagur 30.10.2016 - 01:50 - Ummæli ()

Bjarni Ben eða Kata Jak?

Um það er deilt á samskiptamiðlum hvaða flokksformaður fái stjórnarmyndunarumboð. Reyndar virkar þetta þannig að ef úrslitin eru nokkuð skýr, og ljóst hverjir starfa saman, þarf ekki sérstakan atbeina forseta. En sú virðist ekki vera raunin í þetta skipti – það er líklegt að komi til kasta Guðna Th. Jóhannessonar. Stjórnarmyndun gæti jafnvel tekið margar […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is