Miðvikudagur 30.11.2016 - 17:13 - Ummæli ()

Fjórflokksstjórnin – nei, varla!

Frumlegasta mynstrið varðandi stjórnarmyndanir er það sem kom fram hjá Birgi Guðmundssyni, stjórnmálafræðingi á Akureyri. Þetta hljómar þannig að allir gömlu fjórflokkarnir verði saman í stjórn, íhald, framsóknarmenn, kommar og kratar. Semsagt allt pólitíska litrófið eins og það hefur verið lengst af frá því fyrir stríð. Stjórnarandstaðan væru þá nýju flokkarnir, Píratar, Viðreisn og Björt framtíð. […]

Miðvikudagur 30.11.2016 - 11:35 - Ummæli ()

Fimm í fjársjóðsleit á Fagurey

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, póstar þessari mynd á Facebook. Í henni felst væntanlega ósk um að aftur verði teknar upp viðræður um fimm flokka ríkisstjórn. Fimm í fjársjóðsleit Fagurey heitir bókin á íslensku.     Kannski er þetta óskhyggja hjá Loga, það er þó aldrei að vita. Bjarni Benediktsson sleit óvænt sambandinu við Viðreisn og […]

Þriðjudagur 29.11.2016 - 16:37 - Ummæli ()

Að trumpa hlutina

Í gær birtist úttekt í Kastljósi á eggjaframleiðanda sem varð uppvís að ótrúlegum sóðaskap og blekkingum. Eins og stundum er sagt fór „internetið á hliðina“ vegna þessa. Í dag sagði kona sem fæst nú við blómaskreytingar, en sat nokkurn tíma á Alþingi, álit sitt á þessum fréttum. Internetið fór aftur á hliðina – má segja […]

Þriðjudagur 29.11.2016 - 10:21 - Ummæli ()

Þegar eggin voru skömmtuð

Þeir sem eru komnir til vits og ára muna eftir eggjaskorti sem gerði oft vart við sig, ekki síst fyrir jólin, þegar bakaðar voru sautján sortir á öllum heimilum. Í desember voru egg mikil verðmæti. Ég man eftir karli sem gekk í hús og bauð til sölu „nýorpin egg“. Það gat verið dýrmætt að þekkja […]

Mánudagur 28.11.2016 - 21:13 - Ummæli ()

Ógeðslegur sóðaskapur og dýraníð

Út um allt er fólk sem í kvöld dauðsér eftir því að hafa keypt brúnegg, sumir árum saman – á heimilinu hérna er drengur sem spældi sér tvö brúnegg í morgunmat. Hann tók restina af eggjabakkanum áðan og henti honum. Ekki er ólíklegt að einhverjum hafi dottið í hug að henda eggjum í höfuðstöðvar Brúneggja. […]

Mánudagur 28.11.2016 - 10:22 - Ummæli ()

Slitnar milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar – tvístígandi VG

Eins og staðan er virðist líklegasta ríkisstjórnin vera Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð. En meirihlutinn er samt afar naumur og ágreiningsmálin nokkuð stór. Bjarni Benediktsson virðist hafa minna svigrúm til að gefa eftir en menn ætluðu í fyrstu. En þetta felur í sér að slitnar milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, hingað til hefur krafan um að […]

Laugardagur 26.11.2016 - 10:57 - Ummæli ()

Við andlát Castros, harðstjóra og ofurræðumanns

„Einum færri“, skrifar vinkona mín sem dvelur mikið á Kúbu við andlát Fidels Castro. Það verður ekki vart við mikinn söknuð hjá henni. Þessi vinkona mín þekkir reyndar vel einræði og vont stjórnarfar. Það verða sjálfsagt einhverjir til að mæra Castro, í mörgum erlendum fjölmiðlum má lesa að tilfinningarnar við fráfall hans séu blendnar. Castro […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is