Laugardagur 31.12.2016 - 09:22 - Ummæli ()

Ari fer á kostum í áramótaskopi

Það er mikið deilt um jólasýningar leikhúsanna, sumt af því virðist nokkuð vanstillt, en ég er sannfærður um að bestu sýninguna á þessum jólum sá ég í Háskólabíói í gærkvöldi. Þar fór Ari Eldjárn á kostum í tveggja stunda löngum tour de force þar sem hann stóð einn á sviðinu og fór um víðan völl […]

Föstudagur 30.12.2016 - 21:30 - Ummæli ()

Old Spice í glugganum hjá Geysi

Þessa ljósmynd tók Kristján Frímann inn um gluggann á Geysi fyrir fjörutíu árum og birtir hana undir textanum: Allt fyrir herrann í Geysi 1976. Kristján gaf mér leyfi til að birta myndina. Þessum Geysi ber ekki að rugla við Geysi sem nú er á Skólavörðustíg. Búðin var á horni Aðalstrætis og Vesturgötu, þar sem nú […]

Föstudagur 30.12.2016 - 14:05 - Ummæli ()

Ekki svo slæmt ár að öllu leyti

2016 hefur að sumu leyti verið erfitt ár og sumir segja jafnvel að það sé annus horribilis. Það sem er áhyggjusamlegast er framrás öfgaafla og hvernig frjálslyndi og mannúð eiga í vök að verjast fyrir náungum eins og Pútín, Erdogan og Trump. Manni óar vissulega við heimi sem er undir stjórn slíkra manna. En að […]

Fimmtudagur 29.12.2016 - 10:57 - Ummæli ()

Vandræðabyggingin Perla

Perlan stendur ljómandi fallega í Öskjuhlíðinni, með útsýni yfir Reykjavík, nágrannabæina og fjallahringinn. Í sjálfu sér er þetta falleg bygging. En þetta hefur alltaf verið hálfgert vandræðahús. Því hefur í raun aldrei verið fundinn neinn tilgangur utan þessa – það var heldur ekki hugsað fyrir því þegar húsið var reist. Þannig hefur stór hluti Perlunnar […]

Miðvikudagur 28.12.2016 - 15:33 - Ummæli ()

Maður ársins

Ég held það sé varla spurning að maður ársins á Íslandi er Guðni Th. Jóhannesson forseti. Í upphafi árs var hann sagnfræðingur sem fékkst við ritstörf, vel kynntur sem slíkur, en ekki þjóðfrægur á neinn hátt. Framboð hans var óvænt, það var ekki fyrr en með vorinu að hann var nefndur til sögunnar. Nafn hans […]

Miðvikudagur 28.12.2016 - 10:15 - Ummæli ()

Fréttablaðið á gömlum slóðum

Manni finnst eiginlega eins og vofi yfir hrun þegar maður skoðar Fréttablaðið í dag. Altént vakna upp gamlar tilfinningar sem eru ekki endilega sérlega þægilegar. Í blaðinu er mynd af Björgólfi Thor þar sem hann stendur sigri hrósandi og fagnar því sem teljast vera viðskipti ársins, salan á símafyrirtæknu Nova til einhverra Bandaríkjamanna. Á forsíðunni […]

Mánudagur 26.12.2016 - 14:42 - Ummæli ()

Jólaseríur: Steinsteypuöldin

Ég hef oft verið spurður að því upp á síðkastið hvort sé hægt að nálgast Steinsteypuöldina í heilu lagi og jafnvel hvort þættirnir verði gefnir út á diskum. Slík útgáfa er því miður að líða undir lok, en nú er hægt að horfa á alla þættina í heild sinni á vef RÚV, á síðu sem […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is