Þriðjudagur 31.01.2017 - 20:13 - Ummæli ()

Þegar Örfirisey var lítil og Grandinn mjór

Þessar tvær ljósmyndir sýna borg sem hefur tekið miklum breytingum. Sú fyrri er tekin af tönkum sem sjást á neðri myndinni, þeir voru úti í Örfirisey, við Faxaverksmiðjuna svokölluðu, sem nú er farið að kalla Marshallhúsið. Þarna má sjá verbúðirnar meðfram Grandagarði en bak við þær er ekki annað en sjórinn. Uppfyllingarnar sem eru komnar […]

Þriðjudagur 31.01.2017 - 13:01 - Ummæli ()

Mikilvæg orð Guðna

Þessi orð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, við hóp flóttamanna frá Sýrlandi eigum við að láta hljóma út um allt. Dreifum þeim til vina okkar og kunningja erlendis. Þetta er mikilvægt. In Iceland we defend human rights: equality of the sexes, freedom of speech, freedom of religion, freedom of travel and last but not least freedom […]

Þriðjudagur 31.01.2017 - 11:09 - Ummæli ()

Sic transit gloria mundi – hvert stefnir Bretland?

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að geltið í Trump væri verra en bit hans og að Bretar hefðu tækifæri til að gera góðan díl við Trumpstjórnina. Theresa May bauð Trump í viðhafnarheimsókn til London. Það gæti orðið vandræðalegt á ýmsan hátt. Líklega brýst út gífurleg mótmælaalda og svo er sagt að ráðgjafar Trump […]

Mánudagur 30.01.2017 - 10:54 - Ummæli ()

Varúð – samskiptamiðlar!

Bláeygð og saklaus höfum við sett ógurlegt magn af upplýsingum um okkur sjálf á Facebook og aðra samskiptamiðla. Um líf okkar, fjölskyldu okkar, atvinnu – og skoðanir. Við höfum líka látið afstöðu okkar í ljós með því að læka alls konar hluti – stundum oft á dag. Ekki bara um sæta kettlinga, heldur um stjórnmál […]

Sunnudagur 29.01.2017 - 13:44 - Ummæli ()

Að ala á hatri

Tölur sýna glöggt hversu tilhæfulausar ákvarðanir Donalds Trump í innflytjendamálum eru, að þær byggja einungis á lýðskrumi, duttlungum og þjónkun við öfgaöfl. Þarna má sjá hversu þessar aðgerðir eru í raun algjörlega þarflausar, bjarga ekki mannslífum – miðað við til dæmis ef settar væru harðari reglur um notkun skotvopna.     Í Economist má lesa […]

Laugardagur 28.01.2017 - 18:18 - Ummæli ()

Hin nýja innflytjendastefna Bandaríkjanna

Hleypum öllu í bál og brand í Írak, Sýrlandi, Líbýu og Jemen. Látum rigna sprengjum, en pössum svo upp á að fólkið sem reynir að flýja ofbeldið komist hvorki lönd né strönd. Allavega ekki til Bandaríkjanna sem bera mesta ábyrgð á endalausum ófriðnum – ásamt taglhnýtingum þeirra í Bretlandi. Og þá er líka víst að […]

Föstudagur 27.01.2017 - 15:13 - Ummæli ()

Óttarr lendir í prófraun

Óttar Proppé sýnist manni vera fyrsti ráðherrann í nýrri ríkisstjórn sem lendir í verulegum vandræðum – og kemur kannski ekki á óvart miðað við málaflokkinn sem hann tók að sér og hvernig stofnað var til stjórnarinnar. Strax og stjórnin er tekin við völdum er kominn þrýstingur á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, í þessu tilviki er það […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is