Föstudagur 24.02.2017 - 12:44 - Ummæli ()

Mörg dómsmorð – 17 ár í varðhaldi

Nú er farið að berast út hvað endurupptökunefnd ákveður í Geirfinns- og Guðmundarmálum. Þetta verður formlega tilkynnt seinna í dag. Í fjölmiðlum segir að mál Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Cisielskis verði bæði tekin upp aftur – væntanlega gildir það sama um mál hinna. Morgunblaðið birtir sláandi úttekt á málsmeðferðinni. Þar segir að sakborningarnir sex […]

Fimmtudagur 23.02.2017 - 23:21 - Ummæli ()

Ruglumræðan – Kjararáð og áfengið

Það er framundan mikill órói á vinnumarkaði – og þar eru hinar stórstígu launahækkanir til þingmanna og ráðherra eins og olía á eld. Píratar leggja fram frumvarp um að vinda ofan af úrskurði Kjararáðs sem magnar upp ófriðarhorfurnar. Kjarasamningar verða brátt lausir hjá stórum hluta launþega. Þeir fá þau viðbrögð úr stjórnarliðinu að þetta sé […]

Fimmtudagur 23.02.2017 - 13:11 - Ummæli ()

650 þúsund fermetrinn

Menn skeggræða hvort sé fasteignabóla á Íslandi. Tölur tala sínu máli. Hér er til sölu raðhús í Fossvogi, byggt 1971, það er 184 fermetar, þar með talinn innbyggður bílskúr. Verðmiðinn á húsinu er 120 milljónir króna (fasteignamat 61 milljónir). Gott hús, sýnist manni, og allt það, í góðu hverfi. En þetta gera um 650 þúsund krónur […]

Miðvikudagur 22.02.2017 - 21:19 - Ummæli ()

Andstaða við áfengisfrumvarp úr höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins

Það hefur verið sagt að Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi geti sett kartöflupoka í framboð en samt unnið kosningar þar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf stjórnað á Nesinu – og mun sennilega alltaf stjórna á Nesinu. Fátt getur hnikað því. En það vekur athygli þegar sjálf bæjarstjórnin á Seltjarnarnesi ályktar gegn áfengisfrumvarpi sem lagt er fram meðal annars af […]

Miðvikudagur 22.02.2017 - 09:14 - Ummæli ()

Bókmenntalegar götur í bænum

Strax og menn tóku að nefna götur í Reykjavík með skipulögðum hætti leituðu þeir fanga í bókmenntum þjóðarinnar. Við erum jú bókaþjóð. Grettisgata og Njálsgata fá nöfn um aldamótin 1900. Á því svæði urðu til fleiri götur með nöfnum fornsagnapersóna. Stuttu seinna fer að byggjast svonefnt Goðahverfi í suður- og vesturhlíðum Skólavörðuholts. Þar er elst […]

Þriðjudagur 21.02.2017 - 14:19 - Ummæli ()

Svíagrýlan númer tvö

Þegar ég var yngri var mikið talað um Svíagrýluna. Meiningin var að Svíþjóð væri í rauninni eins konar laumu kommúnista- og alræðisríki. Þetta rímaði reyndar ekki alveg við raunveruleikann, sænska velferðarkerfið var vissulega nokkuð alltumlykjandi en einkaframtakið blómstraði líka í Svíþjóð í líki kapítalískra fyrirtækja sem mörg störfuðu líka á alþjóðavettvangi og náðu miklum árangri. […]

Þriðjudagur 21.02.2017 - 09:46 - Ummæli ()

Sjávarútvegurinn ekki lengur aðal?

Þröstur Ólafsson hagfræðingur birtir athyglisvert sjónarhorn um lok sjómannaverkfallsins. Hann segir að ríkisstjórnin hafi staðið sig vel í málinu og ekki látið stilla sér upp við vegg Niðurstaða sjómannadeilunnar er merkileg fyrir ýmsar sakir. Ég hef ekki séð eða kynnt mér samninginn sjálfan, enda er það aukaatriði í því samhengi sem ég ætla að ræða. […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is