Laugardagur 25.03.2017 - 09:53 - Ummæli ()

Feðraveldið skýtur upp sínum ljóta kolli

„Hópur af miðaldra hvítum karlmönnum í ljótum jakkafötum er hrollvekjandi,“ las ég áðan. Þessir menn telja sig vera þess umkomnir að ráða yfir lífi og limum og líkömum kvenna. Orðið feðraveldi kemur strax upp í hugann. Ný útgáfa af The Handmaids Tale eftir Margaret Atwood verður frumsýnd í sjónvarpi í lok apríl.    

Föstudagur 24.03.2017 - 19:35 - Ummæli ()

Kyrrlát vetrarstemming í Lækjargötu

Þessi dálítið angurværa vetrarmynd sýnir Lækjargötu á árunum eftir stríð. Myndin er greinilega tekin seint um kvöld eða um nótt, það er ekki hræða á ferli. Við tökum eftir því hvað bílarnir eru fáir. Myndin er örugglega tekin eftir 1945, því þá var byrjað að reisa viðbyggingu við Nýja bíó sem sést við enda húsalengjunnar. […]

Föstudagur 24.03.2017 - 11:36 - Ummæli ()

Fjölmiðlar hjálpa hryðjuverkamönnum

Fjölmiðlar hjálpa hryðjuverkamönnum með athyglinni sem þeir veita þeim. Þetta segir Simon Jenkins í viðtali við Newsnight hjá BBC. Við erum að auglýsa hryðjuverk í stórum stíl, segir hann, í tilefni af umfjölluninni um árásina við breska þingið í fyrradag. Jenkins er fyrrverandi ritstjóri The Times og Evening Standard, mjög víðlesinn dálkahöfundur – frægur fyrir […]

Fimmtudagur 23.03.2017 - 21:10 - Ummæli ()

Þarf að friða íbúa Miðbæjarins?

Hér segir frá því að íbúum Miðborgarinnar fækki mikið. Við förum að verða eins og geirfuglinn eða fólkið sem einu sinni bjó á Hornströndum. En er ekki nauðsynlegt að halda Miðbænum í byggð? Þarf ekki að vera eitthvað fólk sem túristarnir geta fylgst með að starfi og leik. Fólk sem er ekki klætt í flís […]

Fimmtudagur 23.03.2017 - 08:00 - Ummæli ()

Erfiðir dagar hjá Viðreisn og Bjartri framtíð

Fylgishrun Viðreisnar og Bjartrar framtíðar gerist afar hratt, ekki eru nema tveir mánuðir síðan ríkisstjórnin var mynduð. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins í dag eru flokkarnir með – ná hvorugur manni inn á þing. Viðreisn er með 3,1 prósent í könnuninni, Björt framtíð með 3,8 prósent. Þetta hefur margvísleg áhrif. Það staðfestist rækilega sem sagt er að […]

Miðvikudagur 22.03.2017 - 23:56 - Ummæli ()

Sven Ingvars – alltaf í útvarpinu

Frændi minn einn átti plötur með hljómsveit Sven Ingvars. Hann átti líka plötur með Savanna tríóinu. Þegar ég fór í heimsókn til hans vildi ég frekar hlusta á Savanna. Hann átti engar Bítlaplötur. Sven Ingvars hljómaði í útvarpinu í tíma og ótíma. Fæstum börnum eða unglingum fannst þetta skemmtileg músík. Þau vildu fekar Bítlana eða […]

Miðvikudagur 22.03.2017 - 09:55 - Ummæli ()

Gleðilegan hönnunarmars!

Hallgrímskirkja sem hanki á tekrús ásamt íslenska fánanum. Vinur minn einn á Facebook tók mynd af þessum minjagrip í verslun í Miðbænum. Hönnunarmars er að byrja. Ég er ekki viss um að þessari hönnun sé skipað í öndvegi þar. En þetta er áhugaverð tilraun.     Læt þess svo getið að ég fæ að vera […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is