Fimmtudagur 16.03.2017 - 12:42 - Ummæli ()

Hver er dularfulli maðurinn með hattinn og sígarettuna?

Þessi bráðskemmtilega mynd er tekin í góðu veðri í framan við Hótel Borg fáum árum eftir að sú glæsibygging reis. Við sjáum að veðurblíðan er slík að stólar hafa verið settir út á stéttina framan við hótelið. Þarna er talsvert af fólki, meðal annars fjórir sjóliðar, ekki verður betur séð en að þeir séu af þýsku skipi. Myndin mun vera tekin sumarið 1934 af hollenska ljósmyndaranum Willem van de Poll sem ferðaðist um Ísland.

 

 

 

Maðurinn yst til vinstri á myndinni vekur athygli. Hann virkar áberandi hávaxinn miðað við sjóliðana. Vel klæddur, með hatt, í frakka og sígarettu. Skartar glæsilegu yfirvaraskeggi. Hann er dálítið filmstjörnulegur, útlendingslegur líka. en svo má jafnvel segja líka að hann líti út eins og njósnari. Augu hans virðast hvarfla að inngangi hótelsins.

Dularfullur maður, væri gaman að komast að því hver hann er.

 

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is