Föstudagur 17.03.2017 - 08:38 - Ummæli ()

Gríðarleg aukning í laxeldi – næsta stóriðja Íslands, en fjarska lítil umræða

Þetta eru skýringarmyndir sem birtust í fréttatíma RÚV á miðvikudagskvöld. Þarna má sjá framtíðarhorfur í laxeldi á Íslandi, fyrir austan og fyrir vestan. En fyrst er það mynd sem sýnir aukninguna í eldinu eins og hún er áætluð.

 

 

Fyrir vestan voru framleidd 6800 tonn af laxi og regnbogasilungi í fyrra, en horfur eru á að talan verði 60 þúsund tonn.

 

 

En fyrir austan var framleiðslan 1500 tonn í fyrra, en hún mun margfaldast eins og sjá má á myndinni. Þetta eru ótrúleg inngrip í náttúruna og merkilegt að ekki skuli vera meiri umræða um þessi áform, en í Noregi hafa verið margvísleg vandræði vegna fiskeldis í fjörðum.

Þar greiða menn líka leyfin fyrir eldið háu verði.

 

 

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is