Laugardagur 18.03.2017 - 21:18 - Ummæli ()

Ævintýralegt Marshall-hús

Marshall-húsið í Örfirisey var opnað í dag. Ég skrapp, það var margt um manninn – skiljanlega. Kannski náði ég ekki að skoða sýningarnar nógu vel, verð eiginlega að fara aftur til þess. Sá þó heillandi verk eftir Ólaf Elíasson. En þarna er líka sýning frá Kling & Bang og sýningarrými Nýlistasafnsins.

Á þessum fyrsta degi var maður fyrst og fremst að skoða húsið sjálft. Það er óhemju glæsilegt, endurbygging þessi virðist hafa tekist stórvel. Þarna eru innandyra stór og björt rými, hátt til lofts og vítt til veggja, gluggarnir er stórkostlegir.

Það getur ekki annað verið en að þetta eigi eftir að vera frábær lyftistöng fyrir myndlistina í landinu.

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is