Sunnudagur 19.03.2017 - 12:15 - Ummæli ()

Skuldum við Bandaríkjunum – eða þau okkur?

Ísland er ein af stofnþjóðum Atlantshafsbandalagsins. Og við höfum varnarsamning við Bandaríkin sem enn er í gildi þótt bandaríski herinn hafi farið héðan fyrir rúmum áratug. Við Íslendingar leggjum sjálfir afar lítið af mörkum til varna okkar. Varnir- og hermál eru hverfandi smár útgjaldaliður á fjárlögum.

Hvað ætli við eigum að borga Bandaríkjunum mikið samkvæmt þeirri formúlu Trumps að Natóríki séu stórskuldug gagnvart Bandaríkjunum? Hvað ætti skuldin að reiknast langt aftur í tímann?

Við getum velt þessu fyrir okkur en krafan um að við borgum meira er auðvitað ekki komin fram með beinum hætti – enn eru þetta ekki nema yfirlýsingar í hinum málglaða Trump.

En svo mætti náttúrlega snúa þessu við og spyrja hvort Bandaríkin skuldi okkur kannski fyrir notkun á landi og aðstöðu?

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is