Mánudagur 24.04.2017 - 16:48 - Ummæli ()

Upplýsingar og slúður

Vinkona mín sem rekur vefrit sagði mér ágæta sögu í morgun. Hún fékk þekktan og virtan blaðamann til að skrifa fréttaskýringu um frönsku kosningarnar. Þar var skrifað af þekkingu og innsæi. Viðtökur við greininni voru hérumbil engar, það voru engir smellir. En svo birti hún grein þar sem var fjallað um að eiginkona forsetaframbjóðandans Macrons […]

Mánudagur 24.04.2017 - 11:38 - Ummæli ()

Skoðanakannanir stóðust í Frakklandi – Macron sigrar að líkindum en fylgi Le Pen er ógnvekjandi

Það er ýmislegt athyglisvert við fyrri umferð frönsku forsetakosninganna sem fór fram í gær. Undanfarið hefur verið mikil umræða um að ekkert sé að marka skoðanakannanir lengur, þessi tilfinning ágerðist eftir Brexit og sigur Trumps í Bandaríkjunum (þar sem hann vann þótt hann fengi fjórum milljónum færri atkvæði en andstæðingurinn, Clinton fékk tveimur prósentustigum meira […]

Mánudagur 24.04.2017 - 00:12 - Ummæli ()

Merkileg fiskvinnsluhús hverfa

Ég var í Vestmannaeyjum um helgina. Talaði þar á fundi í Safnahúsinu sem var haldinn á vegum félagsskapar sem nefnist Eyjahjartað. Þarna voru aðkomumenn sem hafa tengsl við Eyjar og rifjuðu upp minningar, flestir unnum við þar á einhverjum tímapunkti í fiski. Það var fjölmenni og þetta var hinn besti fundur. Guðmundur Andri sagði frá […]

Föstudagur 21.04.2017 - 20:23 - Ummæli ()

Blómaskeið Ummarans

Lúgusjoppan við Umferðarmiðstöðina hefur lokað í hinsta sinn. Hún heyrir til fortíðinni. Kannski var tími hennar löngu liðinn? Nú eru opnar búðir alla nóttina um allan bæ. En einu sinni var Umferðarmiðstöðin einn um hituna. Þangað streymdi fólk eftir lokun skemmtistaða. Út um lúguna voru seldar samlokur með hangikjötssalati, bland, sígarettur – og sviðin sem […]

Föstudagur 21.04.2017 - 11:10 - Ummæli ()

Frönsku forsetakosningarnar og hryðjuverkin

Það er draumur íslamskra fasista að til valda komist Evrópulöndum stjórnmálamenn eins og Marine Le Pen. Það eru einmitt viðbrögðin sem þeir vonast eftir. Og það hefur löngum verið vitað að einn helsti möguleiki Le Pen til að sigra í forsetakosningunum í Frakklandi er fólginn í því að íslamistar nái að vinna nógu stórt ódæði […]

Föstudagur 21.04.2017 - 08:24 - Ummæli ()

Fjólublár þríhyrningur

Það eru sjálfsagt ekki margir tilbúnir að taka upp hanskann fyrir Votta Jehóva. Þetta er umdeildur söfnuður. Nú hefur hann verið bannaður í Rússlandi og tilkynnt að eigur söfnuðarins verði gerðar upptækar. Hermt er að 170 þúsund Vottar séu í Rússlandi. En á það má minna að önnur ríkisstjórn bannaði Votta Jehóva og ofsótti þá […]

Fimmtudagur 20.04.2017 - 10:11 - Ummæli ()

Gleðilegt sumar!

Sumardagurinn fyrsti lifir í minningunni sem kaldur en oft bjartur dagur. Eitt sinn norpaði ég með skátum í sem gengu fylktu liði af Skólavörðuholti á þessum degi. Maður man eftir stelpum í sportsokkum og pilsum. Nú er mér sagt að skrúðgangan sem átti að vera vestur í bæ hafi verið felld niður vegna veðurs. Það […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is