Föstudagur 21.04.2017 - 08:24 - Ummæli ()

Fjólublár þríhyrningur

Það eru sjálfsagt ekki margir tilbúnir að taka upp hanskann fyrir Votta Jehóva. Þetta er umdeildur söfnuður.

Nú hefur hann verið bannaður í Rússlandi og tilkynnt að eigur söfnuðarins verði gerðar upptækar. Hermt er að 170 þúsund Vottar séu í Rússlandi.

En á það má minna að önnur ríkisstjórn bannaði Votta Jehóva og ofsótti þá grimmilega.

Það voru nasistar í Þýskalandi. Vottarnir voru merktir sérstaklega með fjólubláum þríhyrningi, eins og þessum hér.

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is