Miðvikudagur 31.05.2017 - 19:44 - Ummæli ()

Ekki brjálaður í Miðbænum

Ali Baba og Mandi á Ingólfstorgi eru með bestu veitingastaða í bænum. Þar fæst matur frá Miðausturlöndum á afar sanngjörnu og viðráðanlegu verði. Það verður að segjast eins og er, þótt maður búi í Miðbænum dettur manni ekki í hug að fara inn á stóran hluta veitingastaðanna þar – verðið er svo yfirgengilegt. En Ali […]

Miðvikudagur 31.05.2017 - 08:55 - Ummæli ()

Covfefe

Trump tvítar um nótt og upphefjast miklar vangaveltur um hvað skilaboðin þýða eða hvað hann ætlaði að segja.     En heimildir í Hvíta húsinu herma að þar gangi lífið út á að forða því að Trump nái að horfa á Fox News og komist í símann til að tvíta einhverja vitleysu. Þetta mun hafa […]

Þriðjudagur 30.05.2017 - 23:38 - Ummæli ()

Meira en fimmtungur þjóðarinnar á Costco vef

Notendur Facebook síðunnar Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð nálgast nú 70 þúsund, eru 69.732 þegar þetta er skrifað. Fyrir fáum dögum, þegar ég skrifaði litla grein um ferð í Costco, voru þeir um 30 þúsund. Það var kona í Skagafirði sem stofnaði þessa síðu og óraði ekki fyrir að hún yrði stórveldi […]

Þriðjudagur 30.05.2017 - 13:44 - Ummæli ()

Trump setur Saudi-Arabíu í fyrsta sæti

Saudi-Arabía leikur sér að Bandaríkjastjórn. Þetta skrifar Fareed Zakaria í grein í The Washington Post. Zakaria fjallar um ferð Donalds Trumps til Miðausturlanda þar sem hann seldi Saudum ókjör af vopnum og hafði í hótunum við Írani sem hann sagði að væru uppspretta hryðjuverka. En þetta stenst ekki skoðun, segir Zakaria. Ofstækisfullar trúarkenningarnar sem eru […]

Þriðjudagur 30.05.2017 - 08:43 - Ummæli ()

Hvernig líst þér á Huddersfield?

Þá er Huddersfield komið upp í deild hinna bestu á Englandi. Ég hef lengi áformað að halda með þessu liði þegar það kæmi í Úrvalsdeildina. En lengi hefur það virst fjarska ólíklegt. Í gær sigraði Huddersfield í vítaspyrnukeppni i leik gegn Reading sem tryggði liðinu framgang. Huddersfield er borg í Jórvíkurskíri. Hún er nokkuð stór, […]

Mánudagur 29.05.2017 - 12:19 - Ummæli ()

Við og verslunarfrelsið

Verslunarfrelsi eða skortur á því er eins og rauður þráður gegnum Íslandssöguna. Gamli sáttmáli, enska öldin, Hamborgarkaupmenn, einokunarverslunin í ýmsum birtingarmyndum, innréttingarnar, barátta Jóns Sigurðssonar, kaupfélögin og síðan Sambandið, höftin, heildsölugróðinn, faktúrufalsanir, Kolkrabbinn, EES, Bónus, Costco – og svo má lengi telja. Þetta er sagan endalausa. Og það er líka spurning um vörugæðin. Maðkaða mjölið […]

Mánudagur 29.05.2017 - 00:41 - Ummæli ()

Merkel með varann á gagnvart Trump

Það er tímanna tákn þegar kanslari Þýskalands lýsir því yfir að Evrópa geti ekki lengur treyst á Bandaríkin. Þetta segir Angela Merkel, virtasti þjóðarleiðtogi í heimi sem er búin að sitja á valdastóli í tólf ár og bætir líklega við öðrum fjórum eftir kosningar í haust. Aðrir heimsleiðtogar eru nýgræðingar miðað við hana. En hún […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is