Miðvikudagur 24.05.2017 - 17:54 - Ummæli ()

Ónefni fékk ömurlegt

Þórarinn Eldjárn setti saman þessa vísu og birtir hana á veraldarvefnum: Flugfélag Íslands frægt og þekkt forðum tíð í prakt og mekt ónefni fékk ömurlegt, Air Iceland Connect. Þetta er hið gamla merki Flugfélags Íslands. Það er afskaplega fallegt, enda mun það vera teiknað af sjálfum Halldóri Péturssyni:  

Miðvikudagur 24.05.2017 - 08:34 - Ummæli ()

Fara Íslendingar að deila sjálfkeyrandi bílum?

Hvaðan kemur sú hugmynd að þegar snjallbílar koma á markað munum við öll fara að deila þeim með nágrönnum okkar og samborgurum? Bifreiðaeign á Íslandi er einhver sú mesta í heimi, hér eru bílar í meira mæli stöðutákn en víðast í Evrópu. Við Íslendingar erum háð bílunum okkar og elskum þá. Og bílaeignin er faktískt […]

Miðvikudagur 24.05.2017 - 07:54 - Ummæli ()

Grafreitur prédíkaranna

Þótt Íslendingar telji sig kristna, og 80 prósent þjóðarinnar kalli sig það, getur verið að Ísland sé guðlausasta land í Evrópu. Þetta má lesa á vef hinnar kristilegu bandarísku sjónvarpsstöðvar CBN. Í greininni stendur að Ísland megi kalla „grafreit predíkaranna“. Fólkið sé ef til vill kristið á pappírnum en ekki í hjartanu. Þarna er rætt […]

Þriðjudagur 23.05.2017 - 15:44 - Ummæli ()

Dýrlingurinn allur

Í huga minnar kynslóðar er Roger Moore ekki James Bond, heldur ein fyrsta hetja íslensks sjónvarps í líki Dýrlingsins, Simons Templar. Í raun hefði hann átt að vera gestur í 50 ára afmælisþáttunum í fyrra. Þetta voru vinsælustu þættirnir í sjónvarpinu í upphafi þess. Um fátt var meira rætt í skólanum en þessa þætti. Þá […]

Mánudagur 22.05.2017 - 20:09 - Ummæli ()

Íslenski Brexit-brandarinn sem misskildist

Þetta er orðið að frétt í breskum fjölmiðli – nánar tiltekið The Independent. Íslensk ferðaskrifstofa svarar breskum túrista varðandi ferð að flugvélaflaki – og segir að ferðirnar séu ekki nema fyrir þá sem eru í Evrópusambandinu. Svo rofnar sambandið – og síðar er reyndar beðist afsökunar á þessu. En túristinn, Jenny Skates, móðgast og málið […]

Mánudagur 22.05.2017 - 16:18 - Ummæli ()

Sjálfstæðismenn og öryggið

Í eina tíð var það svo að engum þótti treystandi fyrir öryggi Íslands nema Sjálfstæðismönnum. Svona var það á tíma Kalda stríðsins. Sjálfstæðismenn stóðu næstir Bandaríkjamönnum sem tryggðu varnirnar. Þetta var sjálf kjölfestan í utanríkispólitíkinni – og verður að segjast eins og er að allt er miklu ruglingslegra nú en þá. Í dag kom nýskipað […]

Mánudagur 22.05.2017 - 13:36 - Ummæli ()

Norðmenn rafbílavæðast en Íslendingar ekki

Þetta eru athyglisverðar tölur. Í Noregi vex stöðugt hlutfall rafmagnsbíla og fyrr á þessu ári náði það 37 prósentum af bílasölu. Þetta eru meðal annars bílar frá Hyundai, BMW, Volvo, Volkswagen og Tesla. Jafnvel er talið að innan skamms verði meirihluti bifreiða sem eru seldar í Noregi rafknúnar. Á sama tíma eru Íslendingar í skýjunum […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is