Föstudagur 19.05.2017 - 10:32 - Ummæli ()

Móti hægri og vinstri – mayisminn í fæðingu

Breski Íhaldsflokkurinn hefur birt kosningastefnuskrá sína og nú er spurt hvort orðin sé til stefna sem megi kalla mayismi eftir Theresu May, sbr. thatcherismi og blairismi.

Það er augljóst að May vill ekki vera Thatcher. Stefnuskráin færir Íhaldsflokkinn burt frá frjálshyggju hennar og inn á miðjuna. Í sumum tilvikum má jafnvel segja að Íhaldið færi baráttu sína yfir á svæði sem Verkamannaflokkurinn hefur helgað sér.

Þarn má til dæmis lesa eftirfarandi:

Við höfnum hugmyndafræðilegum viðmiðum sem sett hafa verið af hinum sósíalíska vinstri væng og hinum frjálshyggjusinnaða hægri væng og tileinkum okkur í staðinn þá sýn af miðjunni sem viðurkennir að ríkisvaldið geti gert góða hluti

Við trúm ekki á óhefta markaði. Við höfnum dýrkun á eigingjarnri einstaklingshyggju. Við erum alfarið á móti félagslegri misskiptingu, ósanngirni, óréttlæti og ójöfnuði. Við teljum að skoðanakreddur séu ekki bara óþarfar heldur beinlínis hættulegar.

 

 

Ég hef oft skrifað um hversu hugmyndir í breskum stjórnmálum eiga greiða leið til Íslands, svo var um thatcherismann og blairismann. Skyldi verða eins með mayismann?

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is