Föstudagur 30.06.2017 - 22:04 - Ummæli ()

Vindurinn kemur frá Afríku

Þeir sem kvarta undan veðrinu á Íslandi geta huggað sig við að varla vildu þeir vera í óbærilegum hita. Eftir ágætis veður á Grikklandi undanfarið, hita um 25 stig hér á eyjunni, er skollin á ógurleg hitabylgja. Það eru suðlægir vindar ríkjandi, þeir blása frá eyðimörkum Afríku, það kemur mistur í loftið og mikil molla. […]

Föstudagur 30.06.2017 - 12:18 - Ummæli ()

Kínversku túristarnir og Santorini

Frá því var sagt í morgunútvarpinu í morgun að 80 flug á viku yrðu milli Lundúna og Keflavíkur næsta vetur. Það er gríðarlegur fjöldi. Einnig sagði að Kínverjar væru stærsti farþegahópurinn í mörgum vélum sem hingað koma. Kínverjar eru dálítið einkennilegir ferðamenn. Þeir fara saman í hópum og finnst mikilvægast að láta mynda sig á […]

Fimmtudagur 29.06.2017 - 07:50 - Ummæli ()

Glæsilegt hús stuttu fyrir niðurrif

Þetta er einhver besta ljósmynd sem ég hef séð af Uppsölum, stóra timburhúsinu sem stóð á horni Aðalstrætis og Túngötu. Það var rifið 1969, þá var í gildi skipulag sem gerði ráð fyrir að bílagötur færu yfir nánast alla Miðborgina. Það voru örfá hús sem áttu að fá að standa. Nú er enn deilt um […]

Miðvikudagur 28.06.2017 - 18:30 - Ummæli ()

Fyrrverandi forsetaframbjóðandi verður sendiherra á heimskautinu

Það ber vott um að Frakkar sýna málefnum heimskautanna mikinn áhuga að Ségolene Royal hefur verið skipuð sendiherra heimskautasvæðanna, Norðurpólsins og Suðurpólsins. Royal var forsetaframbjóðandi í kosningunum 2007, tapaði þá fyrir Sarkozy. Hún hefur einnig verið umhverfisráðherra í Frakklandi – það er núorðið eitt áhrifamesta ráðuneytið þar í landi, sett til jafns og fjármála- og […]

Miðvikudagur 28.06.2017 - 09:35 - Ummæli ()

Eflum tengslin við Norðurlöndin

Sjónvarpið sýndi prýðilegt viðtal við norska rithöfundinn Karl Ove Knausgaard, eina skærustu stjörnuna á himni bókmenntanna síðustu árin. Hann skrifaði sex binda, afar smásmyglislegt, verk, um líf sitt – og hefur haft mikil áhrif. Viðtalið, sem eins og ég segi var gott, fór fram á ensku og það hefur valdið nokkrum deilum. Ég sá á […]

Þriðjudagur 27.06.2017 - 09:42 - Ummæli ()

Hefði mátt lækka laun ríkisendurskoðandans?

Það er svo með almenna launþega að þeir verða voða sjaldan fyrir „afturvirkni“ – þ.e. að komist sé að þeirri niðurstöðu að launin þeirra séu svo léleg að þurfi að leiðrétta þau langt aftur í tímann. Launamenn fá sjaldnast það sem kallast „eingreiðsla“. Þeir fá hana sem hafa búið við alltof lök kjör um langt […]

Mánudagur 26.06.2017 - 21:58 - Ummæli ()

Sigga Hagalín á grísku veitingahúsi

Bækur geta farið víða og átt sitt eigið líf. Einu sinni fann ég bók eftir íslenskan höfund í fornbókaverslun í París. Hún var árituð til erlends manns sem höfundurinn hafði hitt í borginni á sjöunda áratugnum. Ég sá hins vegar ekki betur en að viðtakandinn hefði farið beint á fornbókasölu og losað sig við hana. […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is