Laugardagur 24.06.2017 - 11:55 - Ummæli ()

Skrítið sambland af nýjum og gömlum tíma

Þessi ljósmynd segir býsna skemmtilega sögu. Hún er tekin í Álfheimunum, greinilega að sumarlagi, því það er enginn snjór í Esjunni. Þetta virkar eins og snemma kvölds á góðviðrisdegi, við sjáum að sólin er farin að skína úr vestri. Það eru rósir í garðinum fremst á myndinni. Húsin eru mjög nútímaleg, í anda módernismans, þetta […]

Fimmtudagur 22.06.2017 - 22:40 - Ummæli ()

Draumur möppudýra, Brave New World og 1984

Sú hugmynd, komin úr ranni Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, að útrýma reiðufé úr íslenska hagkerfinu og byrja á 10 þúsund og 5 þúsund króna seðlum hefur vakið hörð viðbrögð. Reyndar eru nokkrir hagfræðingar sem fagna þessu, þar á meðal Jón Steinsson í Bandaríkjunum. Jón vitnar í nýja bók eftir einn lærimeistara sinn, Kenneth Rogoff hagfræðiprófessor. Hún […]

Fimmtudagur 22.06.2017 - 12:41 - Ummæli ()

Fáránleg efnahagsaðgerð

Fyrir fjórum árum kynnti Már Guðmundsson seðlabankastjóri hróðugur nýjan 10 þúsund króna seðil. Hann er með mynd af lóunni og Jónasi Hallgrímssyni. Nú tilkynnir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra að hann vilji taka þessa seðla úr umferð, granda þeim. Það verður að segjast eins og er – þetta er einhver fávitalegasta efnahagsaðgerð sem maður hefur heyrt um. […]

Miðvikudagur 21.06.2017 - 10:11 - Ummæli ()

Til varnar eftirliti

Fáir mæla regluverki bót – og það er talað um „eftirlitsiðnaðinn“ og nauðsyn þess að skera upp herör gegn honum. En svo erum við einatt minnt á að hversu reglur geta verið mikilvægar og skortur á eftirliti slæmur – og oft lífshættulegur. Við upplifðum þetta sterkt í efnahagshruninu, og þá ekki bara á Íslandi, þar […]

Þriðjudagur 20.06.2017 - 22:03 - Ummæli ()

Ljótir og ógeðslegir sígarettupakkar

Meira að segja Grikkir, sú mikla reykingaþjóð, eru farnir að merkja sígarettupakka með hroðalegum og hrollvekjandi myndum af afleiðingum reykinga. Þetta er sannarlega ekki aðlaðandi vara þar sem hún blasir við í hillum verslana. Það er reyndar líka farið að takmarka hvar tóbak er selt.     Það verður að segjast eins og er að […]

Þriðjudagur 20.06.2017 - 12:11 - Ummæli ()

Þarf að vera svo óþægilegt að fljúga?

Eftir því sem flugfargjöldin lækka, tilboðunum fjölgar og fleira fólk ferðast, verður flugið óþægilegri ferðamáti. Við erum fæst til í að eyða miklum peningum í flugmiða og megum því sæta því að ferðast í þröngum flugvélum, þurfum að borga sérstaklega fyrir ferðatöskur, mat og allt aukalegt – það er löngu liðin tíð að var einhver […]

Mánudagur 19.06.2017 - 09:04 - Ummæli ()

Hryðjuverk ógna Evrópu en borgir álfunnar eru miklu öruggari en fólk heldur

Hryðuverk eru hræðileg og þau vekja tilfinningu óöryggis og ótta meðal borgaranna. Óréttlætið sem er fólgið í hryðjuverkum sem beinast gegn almennum borgurum sem hafa ekkert til saka unnið svíður. Fólk er af tilviljun statt á veitingahúsi, tónleikum eða bara á einhverju torgi og verður fyrir árás ruglaðra manna sem sem hafa ánetjast sturlaðri hugmyndafræði. […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is