Miðvikudagur 26.07.2017 - 15:45 - Ummæli ()

Guðmennið – og hið óseðjandi tækniblæti

Við horfum upp á blinda framrás tækninnar. Tæknidýrkun og tækniblæti hefur slík völd í lífi okkar að talið er fráleitt að leggja nokkurs staðar stein í götu tæknilegrar þróunar – við tölum reyndar yfirleitt um „framþróun“ þótt ekki sé alltaf víst að það eigi við. Hér er til dæmis athyglisvert viðtal við forstjóra hjá Mercedes […]

Þriðjudagur 25.07.2017 - 21:08 - Ummæli ()

Pópúlískur flokkur í bullandi séns?

Við erum að upplifa afskaplega tíðindalítið pólitískt sumar. Það er sannkölluð gúrkutíð. En Inga Sæland og Flokkur fólksins fá þá hugmynd að nota hana til að koma sér á framfæri, halda fund og fylla Háskólabíó. Og sjá – allt í einu er flokkurinn kominn í heil 6 prósent í skoðanakönnunum. Þetta verður ennþá meira áberandi […]

Þriðjudagur 25.07.2017 - 03:14 - Ummæli ()

Verslunarpistill frá Ameríku

Það er merkileg reynsla að versla í Bandaríkjunum, landi ofneyslunnar og ofgnóttarinnar. Hér er allt verslunarfrelsið sem Íslendinga dreymdi um á tíma haftanna – og prísarnir eru oft fáránlega lágir miðað við það sem við þekkjum. Whole Foods sem nú er að komast í eigu Amazon er samt ekki ódýr búð, það skal tekið fram. […]

Mánudagur 24.07.2017 - 15:20 - Ummæli ()

Kanada í miklum metum

Kanada er það ríki í heiminum sem hefur jákvæðust áhrif á heimsmálin. Ástralía kemur næst, svo Þýskaland, Frakkland og Bretland. Þá kemur Evrópusambandið en miklu neðar eru Bandaríkin og fyrir neðan þau Rússland. Merkilegt er að Kína er fyrir ofan bæði Bandaríkin og Rússland. Þetta eru niðurstöður úr könnun sem birt er á vef World […]

Sunnudagur 23.07.2017 - 21:08 - Ummæli ()

Er Big Lebowski bar í Reykjavík?

Við hittum þennan náunga á götu í Boston og síðan á kaffihúsi. Spjölluðum aðeins við hann – hann fann hjá sér þörf fyrir að segja okkur hvað hann gerði. Útlitið var semsagt ekki tilviljun. Það þurfti eiginlega ekki að skýra þetta út. Svo spurði hann hvort það sé rétt að á Íslandi sé bar sem nefnist […]

Laugardagur 22.07.2017 - 23:25 - Ummæli ()

London City Airport er ekki í miðborg Lundúna

Keflavíkurflugvöllur er sprunginn vegna mikillar flugumferðar. Það er ljóst að þarf að grípa til einhverra ráða til að stækka flugvöllinn verulega ef menn ætla að anna þeirri umferð sem nú er þar. Þetta er eitthvað sem ekki verður komist hjá því að gera – sérstaklega í ljósi umræðu um Keflavík sem einhvers konar flugmiðstöð norðursins. […]

Laugardagur 22.07.2017 - 15:52 - Ummæli ()

Frábært sædýrasafn – gætum við kannski líka komið upp slíku safni?

Fórum í gær á hið stórkostlega sædýrasafn í Boston, New England Aquarium. Þetta er afar vinsælt safn og oft mikið fjölmenni þar, enda stendur það í vinsælu hverfi við höfnina. Safnið leggur eðlilega mikla áherslu á umhverfismál – maður upplifir ógnarfegurð og fjölbreytileika hafdjúpanna, en líka hvernig þeim er ógnað af umsvifum mannskepnunnar. Sú eyðilegging […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is