Mánudagur 31.07.2017 - 14:31 - Ummæli ()

Stórkostleg sena með Jeanne Moreau, Malle og Miles

Þetta er stórkostleg sena. Jeanne Moreau með sitt dulúðuga og gáfaða andlit í kvikmyndinni Lyfta í gálgann (Ascenseur pour l’échafaud) frá 1958. Leikstjórinn var Louis Malle, hin óviðjafnanlega tónlist er samin og leikin af Miles Davis. Þetta er ein af lykilmyndum frönsku nýbylgjunnar – kvikmyndirnar voru teknar í raunverulegu umhverfi úti á götum, kvikmyndavélin leitaði […]

Sunnudagur 30.07.2017 - 15:33 - Ummæli ()

Dvergur deyr

Fyrir nokkrum árum skrifaði ég pistil um skipulagsmál í Hafnarfirði – þar er víða pottur brotinn og mörg stór mistök sem hafa verið gerð. Hafnarfjörður hefði getað verið fegursti bær á Íslandi með sinni gömlu höfn – en varð það ekki vegna vondra skipulagsákvarðana. Inni í bænum, meðal hraunbolla, leynast þó nokkrar af fallegustu götum […]

Sunnudagur 30.07.2017 - 04:22 - Ummæli ()

Gjaldþrot nýja vinstrisins í Grikklandi

Félagar sem komust til valda 2015 og áttu samneyti í ríkisstjórn um hríð eru nú svarnir óvinir og rífast eins og hundar og kettir í fjölmiðlum. Þetta eru Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Yannis Varoufakis sem um tíma var fjármálaráðherra. Enn er deilt um frammistöðu Varoufakis í því embætti, sumir segja að plön hans um […]

Laugardagur 29.07.2017 - 03:41 - Ummæli ()

Akureyringar bregðast við aðkomufólki

Það er frægt að Akureyringar hafa alltaf haft varann á sér gagnvart aðkomufólki, eða altént fara þær sögur af þeim, með röngu eða réttu. Þegar fréttir birtust af því að einhver hefði farið á skjön við lögin á Akureyri var gjarnan tekið fram að um „aðkomumann“ hefði verið að ræða. Haft var á orði að […]

Fimmtudagur 27.07.2017 - 18:57 - Ummæli ()

Fullkomnari og meiri falskar fréttir – hvernig getum við varist þeim?

Í nokkuð hrollvekjandi grein í viðskiptatímaritinu Forbes má lesa um Edgar Welch, mann frá Norður-Karólínu, sem réðist inn í pitsusjoppu í Washington DC, skaut vopnaður hríðskotariffli. Markmið hans var að frelsa börn sem þar áttu að vera í haldi á vegum hrings barnaníðinga sem var stjórnað af Hillary Clinton. En það var enga barnaníðinga að […]

Miðvikudagur 26.07.2017 - 15:45 - Ummæli ()

Guðmennið – og hið óseðjandi tækniblæti

Við horfum upp á blinda framrás tækninnar. Tæknidýrkun og tækniblæti hefur slík völd í lífi okkar að talið er fráleitt að leggja nokkurs staðar stein í götu tæknilegrar þróunar – við tölum reyndar yfirleitt um „framþróun“ þótt ekki sé alltaf víst að það eigi við. Hér er til dæmis athyglisvert viðtal við forstjóra hjá Mercedes […]

Þriðjudagur 25.07.2017 - 21:08 - Ummæli ()

Pópúlískur flokkur í bullandi séns?

Við erum að upplifa afskaplega tíðindalítið pólitískt sumar. Það er sannkölluð gúrkutíð. En Inga Sæland og Flokkur fólksins fá þá hugmynd að nota hana til að koma sér á framfæri, halda fund og fylla Háskólabíó. Og sjá – allt í einu er flokkurinn kominn í heil 6 prósent í skoðanakönnunum. Þetta verður ennþá meira áberandi […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is