Föstudagur 14.07.2017 - 02:19 - Ummæli ()

Íslenskar barflugur í Boston

Þessi bók var í glugganum á Brattle Book Shop sem er ein frægasta fornbókaverslun í Bandaríkjunum. Brattle er í Boston og rekur sögu sína aftur til 1825. Það er dásamlegt að staldra þar við, úrvalið er mjög gott, á góðviðrisdögum er miklu af bókum stillt upp í hillur utandyra.

Líklega þekkja flestir Ingvar G. Sigurðsson þarna á kápunni. Bókin Barflies var gerð af Snorrunum, Einari og Eiði, þeir voru mjög umtalaðir ljósmyndarar og hönnuðir í Reykjavíkurkreðsum upp úr 1990. Þeir eru ennþá að, en á erlendri grund, ef marka má þessa vefsíðu. Í bókinni eru myndir af fastagestum á Kaffibarnum en sá staður opnaði 1993 og þótti þá mest hipp og kúl af öllum veitingahúsum bæjarins.

Það er svo mjög sárt að viðurkenna að sjálfur var ég fastagestur á Kaffibarnum á þessum árum en komst ekki í bókina. Kannski var það þess vegna að ég lét vera að fara inn í búðina og fletta henni?

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is