Sunnudagur 16.07.2017 - 01:07 - Ummæli ()

Álögur á bifreiðar – og rafbíla- og sjálfvirknivæðingin

Í Morgunblaðinu í dag birtist taflan hér á neðan, þetta eru gjöld sem eru lögð á bifreiðar. Blaðið reiknar þetta upp í 44,4 milljarða á síðasta ári. Maður verður var við það í umræðum á samskiptamiðlum að mörgum þykir nóg um. Það er til dæmis spurt hvort rétt sé að leggja veggjöld ofan á þetta – í því skyni að bæta vegakerfið. Um það má deila.

En svo má skoða þetta frá öðrum sjónarhóli. Væntanlega stendur fyrir dyrum mikil rafbílavæðing bílaflotans. Eða ekki vill maður trúa öðru. Þá ættu þessir skatt- og tekjustofnar að hverfa eins og dögg fyrir sólu. Langsamlega mest eru þetta álögur á bensín og olíu, skítuga orkugjafa sem við kærum okkur ekki um í framtíðinni.

Og enn má pæla: Það stendur yfir mikil umræða um sjálfkeyrandi bíla. Því er til dæmis haldið fram að fráleitt sé að fjárfesta í almenningssamgöngum því sjálfkeyrandi bifreiðar muni leysa þær af hólmi innan tíðar. En það er þá líka spurning hvort og hvernig slík ökutæki verða skattlögð?

Og reyndar er önnur spurning sem heyrist sjaldnar, hvort sé þá yfirleitt þörf á að fara í mikla vegalagningu ef sjálfvirku bílarnir eru á næsta leyti? Væri það ekki alveg jafn mikil tímaskekkja og almenningssamgöngurnar?

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is