Mánudagur 28.08.2017 - 12:34 - Ummæli ()

1313

Myndin er dálítið ógreinileg, hún var tekin gegnum gler á Síldarminjasafninu á Siglufirði í gær – en spurt er, hver man eftir þessari vörutegund? Þetta er sápa, hún var held ég notuð á flestum heimilum á Íslandi um árabil, ja, fyrir svona fimmtíu árum. Hún var kölluð þrettán þrettán, ekki eitt þúsund þrjúhundruð og þrettán. […]

Sunnudagur 27.08.2017 - 22:59 - Ummæli ()

Monthús reynist ónýtt

Einu sinni var ég í útsendingu frá húsi Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls. Mér varð það á að segja að við værum stödd í „musteri spillingar“. Það var bæði vegna þess hvernig staðið var að byggingu Orkuveituhússins, hvað það kostaði og hvað það var sett niður á vondum stað, og líka vegna þess að þá voru […]

Föstudagur 25.08.2017 - 11:53 - Ummæli ()

Sjálfstæðismenn enn og aftur í vandræðum í Reykjavík

Ég hef unnið með Páli Magnússyni víða og oft á starfsferli mínum. Við vorum meira að segja ungir menn saman á Tímanum, það er lengra síðan en ég kæri mig að rifja upp. Ég hef ekkert nema gott af af Páli að segja, hann er traustur vinur og prýðilegur vinnufélagi og yfirmaður, skemmtilegur en stundum […]

Fimmtudagur 24.08.2017 - 13:52 - Ummæli ()

Brösuleg byrjun H&M

Opnun H&M á Íslandi er eitthvert skringilegasta PR klúður sem maður hefur orðið vitni að. Uppákoman með stóra pokann á Lækjartorgi var dálítið sérstök, maður var í rauninni ekki viss hvort færi meira í taugarnar á manni pokinn eða þeir sem nenntu að eyða tíma í að tuða yfir honum. Svo hafa verið látlausar fréttir […]

Fimmtudagur 24.08.2017 - 10:40 - Ummæli ()

Oftaldir erlendir ferðamenn

Furðulegt er það hirðuleysi að ekki hafi verið hægt að fá áreiðanlegar tölur um fjölda erlendra ferðamanna á Íslandi. Vefsíðan Túristi vakti athygli á þessu í vor og þá var farið að skoða málið. Viti menn. Eiginlegir ferðamenn til Íslands eru fjórtán prósentum færri í júní en talið var. Til að teljast ferðamaður þarf viðkomandi […]

Miðvikudagur 23.08.2017 - 14:01 - Ummæli ()

Breytingar í verslun, alltof mikið verslunarhúsnæði – og meira í byggingu (og líka smá um persónunjósnir tæknirisa)

Í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, birtist ágæt úttekt á stöðu verslunar í landinu og einkum þó áhrifum netverslunar. Segir í fyrirsögn að stóraukin netverslun sé mikil áskorun fyrir verslanamiðstöðvar eins og Kringluna og Smáralind. Meðal annars segir í greininni: Breytt samkeppnisumhverfi í verslun er þegar farið að valda titringi og eru skýr merki um að verslanir […]

Þriðjudagur 22.08.2017 - 10:45 - Ummæli ()

Á að taka niður gamlar styttur?

Við Íslendingar erum svo friðsöm og meinlítil þjóð að við höfum engar styttur af ógeðskörlum sem okkur gæti dottið í hug að taka niður. Við höfum okkar Jón Sigurðsson og Jónas, Bertel Thorvaldsen, Hannes Hafstein, jú og einn danskan kóng, Kristján níunda. Í Bandaríkjunum geisa deilur um styttur. Menn fara meira að segja að næturþeli […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is