Miðvikudagur 09.08.2017 - 14:02 - Ummæli ()

Ari Eldjárn slær í gegn á Edinborgarhátíðinni

Ekki að maður eigi von á öðru, en Ari Eldjárn fær stórgóðan dóm fyrir sýningu sína á hinni frægu leiklistarhátíð í Edinborg. Þetta birtist í morgun í dagblaðinu The Scotsman. Þarna er sýningu Ara lýst, hvernig hann gerir grín að Íslendingum og ýmsum Norðurlandaþjóðum, bregður fyrir sér tungumálum og mállýskum, en svo er sagt að þegar á líði verði hann skrítnari og súrrealískari.

Skemmtilegastar eru lokalínurnar þar sem segir að þessi maður, sem virðist frekar hógvær, hafi mörg afar sterk grínbrögð uppi í erminni.

Til hamingju Ari!

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is