Laugardagur 23.09.2017 - 10:20 - Ummæli ()

Konur kjósa VG – og það gerir gæfumuninn

Það eru áhugaverðar niðurstöður í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Vinstri græn eru á mikilli siglingu og mælast með 30 prósenta fylgi. En það sem er ekki síst eftirtektarvert er hversu mikið af þessu fylgi VG kemur frá konum. Hvorki meira né minna en 40 prósent kvenna segjast styðja flokkinn í skoðanakönnuninni, fylgið meðal karla er […]

Föstudagur 22.09.2017 - 15:47 - Ummæli ()

Þegar ég þóttist sjá fljúgandi furðuhlut

Hér er stórkostleg loftmynd af Reykjavík eins og hún var 1977. Takið eftir því að þarna er trjágróðurinn enn ekki farinn að ná sér almennilega á strik. Það er skrítið hversu trjábyltingin gerðist hratt. Þetta er Hagatorg, Háskólabíó, Hótel Saga/Bændahöllin, Þjóðminjasafnið og horft yfir gamla kirkjugarðinn – nei, ekki Hólavallakirkjugarð, það nafn kann ég ekki […]

Fimmtudagur 21.09.2017 - 12:30 - Ummæli ()

Enn einu sinni óbundnir til kosninga – og líka óbundnir af kosningaloforðum

Mér dettur ekki margt í hug að skrifa um kosningarnar 28. október. Þó þetta: Stjórnmálamennirnir (flokkarnir) fara í kosningar án þess að hafa hugmynd um hvað þeir ætla að gera eftir þær. Þess vegna nægir að setja upp óljósa og loðna stefnu. Það er jafnvel hægt að nota aftur stefnumálin frá því síðast eða þarsíðast. […]

Miðvikudagur 20.09.2017 - 21:05 - Ummæli ()

Siddi, Siggi, Pálsson – Sigurður Pálsson

Elsku Siggi Páls. Ég kynntist honum fyrst þegar ég var 18 ára strákur í París. Ég hafði varla hitt mikilsverðari mann – og enn er ég á því að ég hafi tæpast kynnst mikilsverðari manni á ævinni. Manni fannst alltaf eins og hann sæi dýpra en aðrir, hugsaði betur og skýrar og frumlegar, það voru […]

Þriðjudagur 19.09.2017 - 21:56 - Ummæli ()

Lágfóta á bílastæði við ferðamannastað

Tveir yrðlingar voru að þvælast við bílastæðin við Djúpalón á Snæfellsnesi nú þegar hallaði undir kvöld. Fyrst kom annar, það er spurning hvort hann venji komur sínar þarna til að sníkja mat af túristum. Erlendis eru refir víða farnir að leita inn í þéttbýli. Ég átti ekkert að gefa honum. Það kannski heldur ekki gott […]

Þriðjudagur 19.09.2017 - 07:50 - Ummæli ()

Miðjan skreppur saman – pattstaða?

Sæmkvæmt skoðanakönnuninni sem birtist í Fréttablaðinu í dag eiga þrír flokkar, sem eru á miðjunni eða nærri henni, á hættu að þurrkast út. Þetta eru Samfylkingin, Björt framtíð og Viðreisn. Allir með fylgi á bilinu 5-7 prósent. Annars virðist stefna í pattstöðu þar sem jafn erfitt – eða erfiðara – verður að mynda ríkisstjórn en […]

Mánudagur 18.09.2017 - 10:50 - Ummæli ()

Kosningarnar 28. október – hverjir eru í stuði?

Ef kosið verður 28. október verður kjörtímabilið sem nú stendur yfir innan við eitt ár – en það munar bara einum degi, kosningarnar 2016 voru 29. október. Þetta er ansi bratt. Það eru ekki nema fjörutíu dagar sem flokkarnir hafa til að koma saman framboðslistum og heyja sína kosningabaráttu. Flokkarnir eru misvel undirbúnir. Sjálfstæðisflokkurinn setur […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is