Sunnudagur 10.09.2017 - 14:40 - Ummæli ()

Forsetinn tjáir sig um flóttamannamál – andóf Snyders gegn alræðinu

Bandaríski sagnfræðingurinn Timothy Snyder var gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík þetta árið. Snyder er prófessor við Yale-háskóla og höfundur mjög áhrifamikilla rita um sögu tuttugustu aldarinnar, en helsta sérgrein hans eru ríki Mið- og Austur-Evrópu. Bloodlands er bók sem fjallar um þann hluta Evrópu sem klemmdist milli Stalíns og Hitlers, en önnur bók eftir hann fjallar um helförina og heitir The Holocaust as History and Warning.

Eftir kjör Donalds Trump sendi Snyder frá sér stutta og hnitmiðaða bók sem nefnist On Tyranny, Twenty Lessons from the Twentieth Century. Bókin er viðvörunarrit, segir frá því hvernig alræðisöfl geta náð völdum, hvernig við getum séð teikn á lofti um slíka þróun og varist henni. Þessi bók hefur náð mikilli metsölu.

Timothy Snyder verður gestur hjá mér í Silfrinu á RÚV á sunnudaginn eftir viku. Hann hélt svonefndan Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar í Háskóla Íslands á föstudag. Þar var líka Guðni Th. Jóhannesosn forseti, sagnfræðingur og kollegi Snyders.

Guðni flutti aðfaraorð að fyrirlestrinum sem lesa má á vef forsetaembættisins. Þar vék hann aftur að efni sem hann hefur oft rætt, einföldun sögunnar í pólitískum tilgangi. Ég birti texta Guðna á ensku, ræðan var flutt á því tungumáli.

Welcome to the land of overly simplistic and nationalistic myths about the past if you ask many of the historians in this room. For decades, they have been hard at work, criticizing and deconstructing the collective memory of Icelanders, a state-favoured grand narrative. Yes, it is easy to find faults with that storyline in its crudest form, and there is nothing particularly Icelandic about that. In one of your books on Eastern Europe, for instance, you mention how contemporary authorities convey “historical myths” to a mass public.

Guðni vék síðan að einu helsta deiluefni samtímans, málefnum flóttamanna og innflytjenda. Þar talaði hann fyrir umburðarlyndi og mannúð og nefndi dæmi úr tuttugustu aldar sögu Íslands sem fæstir eru stoltir af, þegar flóttamönnum af gyðingaættum var vísað frá Íslandi. Hann sagði að við þyrftum að læra af sögunni og taka á móti flóttamönnum og fólki án ríkisfangs:

We need to understand the power of positive patriotism. It is our task to foster in our national identity a feeling of open-mindedness and inclusion. In today’s Iceland, where more than one tenth of the population has overseas origins, this is a vital necessity, a self-evident approach. Besides, history provides ample examples about the benefits to societies of such tolerance and altruism. And history also serves us with bitter lessons. Here in Iceland, the emphasis on clear origins and uniqueness has influenced policies and our selfimage. On the eve of the Second World War, Icelandic authorities were extremely hesitant to accept Jewish refugees to the country – there was unemployment, it was said, and these outsiders were alien, a potential threat to the purity of the Icelandic people. Today, we should like to think that we have learned from the past, that we can welcome more stateless persons and refugees now than we did in the 1930s. We can never solve the problems of this world by welcoming all and sundry, but that does not mean that we can not and should not give shelter to desperate people in need.

 

Guðni Th. Jóhannesson og Timothy Snyder í Vatnsmýrinni. Af vef forsetaembættisins. Snyder verður gestur í Silfrinu á sunnudaginn eftir viku.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is