Laugardagur 16.09.2017 - 19:20 - Ummæli ()

Lengra Silfur í þetta sinn

Silfrið á morgun verður í lengri kantinum vegna falls ríkisstjórnarinnar og kosninganna sem verða væntanlega í byrjun nóvember. Það er af nógu að taka í pólitíkinni og þátturinn verður hálftíma lengri en vant er.

Fyrst í þættinum fáum við stjórnmálaskýrendur til að greina atburðarásina og horfurnar fyrir kosningarnar, en síðar í þættinum tekur við forystufólk úr stjórnmálaflokkunum og ræðir stöðuna.

Ég á svo von á að þættinum ljúki með viðtali sem ég tók við bandaríska sagnfræðinginn Timothy Snyder. Snyder hélt fyrirlestur hér fyrir stuttu og vakti mikla athygli. Hann ræðir um strauma og leikendur í alþjóðastjórnmálum, meðal annars þá Trump og Pútín.

Silfrið hefst á RÚV klukkan 11 og er jafnhliða sent út á Rás 2 – að undanteknum viðtölum sem fara fram á erlendum tungumálum.

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is